Hér skrifaði ég um það þegar ég át ónýtar pylsur en það er alls ekki einsdæmi að ég borði ónýtan mat. Þegar ég bjó hjá mömmu og pabba var ég iðulega að borða eitthvað álegg á brauðið mitt þegar einhver fjölskyldumeðlimur gekk inn, opnaði ísskápinn, þefaði af sama áleggi og ég var að éta og henti því fullur viðbjóði. Ég get ekki fundið á lyktinni hvort matur sé ónýtur eða ekki. Einhverntíman sá ég í fræðsluþætti (á ruv auðvitað) að ónýtsmatarskyn væri innbyggt í manneskjuna!
Um daginn keypti ég 2 græna skyrdrykki. Fékk mér annan daginn eftir og fannst hann súr en ákvað að það vantaði bara bragðefnið í hann eins og hefur komið fyrir og sturtaði honum í mig. Skyrdrykk nr. 2 drakk ég nokkrum dögum seinna og var þess vegna aðeins skeptískari þegar ég smakkaði hann og hann var líka súr. Ég bað Halla að smakka drykkinn og hann sagði að hann væri í fínasta lagi. Mér fannst hann vondur en mér hefur oft fundist óskemmdur matur vondur svo ég píndi hann bara í mig.
Í gær keypti ég svo samskonar skyrdrykki. Þegar ég smakkaði þá voru þeir sætir og góðir og allt öðruvísi, ég þurfti ekki að pína þá oní mig heldur runnu þeir ljúflega niður. Það var þá sem ég áttaði mig á að hinir voru líkast til ónýtir. Ég sagði Halla frá því að ég hefði enn einu sinni étið skemmdan mat og þá fór hann að hlæja. Kom þá í ljós að hann laug að mér þegar hann smakkaði drykkinn, hann vildi sjá hvort ég mundi í alvörunni drekka ónýtt skyr!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Hhahahahahahhahahahahaha.. 10 stigina fara til Halla að þessu sinni :)
shittt þetta þykir mer mjög fyndið...kvikindið hann Halli...hahahaha
Hahahha það er nú ljótt að hlæja að þessu en fyndið er það engu að síður. Að þú skulir leggja lag þitt við eins illkvittinn mann eins og Halla.
Getur verið að allur úldni maturinn sem þú hefur borðað í gegnum tíðina hafi áhrif á það hvernig þú ert....þú ert náttúrulega stórundarleg í meira lagi.
Kannski þoliru úldna matinn svona vel því þú ert svo úldin sjálf fyrir..
Ég hef aldrei á ævinni smakkað svona vondann skyrdrykk!
En skemmtileg saga...það var reyndar frá mér sem hún Steinunn lærði þetta með litlu heilastöðina sem metur hvort matur sé skemmdur. Hugsa að þetta sé sambandið í hnotskurn, steinunn er að datea fræðsluþátt á rúv.
Halli er sannarlega jafn spennandi og sjónvarpsdagskrá RÚV
Post a Comment