Monday, February 4, 2008

Strætó

Þeir eru heppnir sem fá að ferðast reglulega með strætó. Ég er ein af þeim hópi. Í strætó fær maður að sjá allt skemmtilegasta fólk samfélagsins og þar hef ég orðið vitni að ýmsu skemmtilegu, og það gerist gjarnan þegar ég tek strætó með Sæju minni.
Fyrir sirka ári fórum við út að borða með bekknum niðrí bæ og síðan var förinni heitið í partý í Breiðholtinu. Huggulegu bekkjarfélagar okkar skildu okkur bíllausu aumingjana eftir og við urðum að taka strætó. Það reyndist þó hin mesta skemmtiferð. Létthífaðar skemmtum við okkur nefnilega konunglega yfir 2 mönnum sem voru að kjafta ókunna gamla konu í kaf um sveitafólk og skyldmenni sem hún vissi ekkert um, ég man því miður ekki alveg hvað þeir sögðu svo að þetta verður að vera svona "góð saga";)
Í síðustu viku ákváðum við að gera okkur dagamun með því að taka strætó í Bónus úti á nesi. Á leiðinni til bara sátum við sitthvorumegin við ganginn og fyrir aftan Sæju sat maður og talaði við sjálfan sig. Þegar komu pásur í samræðurnar hjá honum smellti hann fölsku tönnunum út úr sér og lék við þær með tungunni, yndislegt alveg hreint og það kostaði þó nokkur átök að kæfa hláturinn!
Við tókum svo strætó í dag í Mál og Menningu á Laugaveginum til þess að kaupa okkur lesefni og á leiðinni heim sátu 2 ungar stúlkur rétt hjá okkur. Þær brustu í söng á miðri leið og skemmtu okkur og öðrum með rödduðu lagi úr Aladdín.
Það er reyndar ekki í fyrsta sinn sem fólk brestur í söng með mér í strætó, ung stúlka tók Úlfasönginn úr Ronju ræningjadóttur með mikilli tilfinningu og fékk klapp fyrir frá öllum farþegunum;)
Það má kannski líka minnast á að einhverntíman var ég í strætó ásamt fjórum öðrum farþegum og allir virtust að minnsta kosti vera heimilislaust ógæfu fólk nema ég, hvað segir það manni?

1 comment:

Sæja said...

Ó okkar skemmtilegu strætóferðir. Maður hreinlega þarf að fara reglulega til að hressa upp á sálina.
Ég er alveg viss um að ég þekki úlfasöngstúlkuna....