Saturday, February 9, 2008

Ég ætla að verða froskur þega ég verð stór!

Skondin saga af litla skrímslinu mínu henni Önnu Petreu:

Brynhildur situr inni í herbergi að lesa einhverja skemmtilega anatómíubók eins og vanalega.

Anna: Afhverju ertu að lesa?
Brynhildur: Svo ég geti orðið læknir.
Anna: Jaá, maður þarf líka að lesa til að verða froskur...
Brynhildur: Ha? Hver ætlar að verða froskur??
Anna: Steinunn!

Já þar hafið þið það! Ég er að lesa bækur til þess að verða froskur, það er göfugt verkefni;) Reyndar er ekki skrítið að það hafi eitthvað skolast til þegar ég sagði henni að ég ætlaði að verða þroskaþjálfi og atferlisfræðingur, ekkert einföld orð svosem. Er bara ánægð með að hún mundi nokkra stafi:) Ekki bætti heldur úr skák þegar systkinaómyndir mínar fóru að rugla með froskaþjálfa og froskabjálfa...aldrei er gert grín að lækninum, hún er bara beðin að lækna! Hvenær má ég þroskaþjálfa fólkið mitt??
Ef ég verð froskur verð ég allavega konunglegur froskur!

4 comments:

Guðlaug Björk said...

uhh já ég hef einmitt lent í því að börn halda að maður ætli að verða froskaþjálfi.
þú þyrftir að taka þessi systkini núna strax í atferlismeðferð og einnig að kenna lækninum að skrifa því eftir því sem ég best veit þá kann einginn læknir að handskrifa svo það sé skiljanlegt. Hvað er að frétta af því.

Anonymous said...

Ég skal gefa þér búr og litla tjörn til að busla í..

Sæja said...

hahahha blessað barnið, ósköp skil ég hana vel.
Annars myndir þú eflaust sóma þér vel sem froskaþjálfi hvað svo sem þeir gera.

Anonymous said...

Hehehe.. viss um að þú verður afbragðs froskur, haltu þig bara fjarri Frakklandi.