Wednesday, February 20, 2008

Hetja eða fífl?

Í ágúst mun ég leggja land undir fót og skella mér í bakpokaferðalag til Indónesíu. Nei maður er sko ekki að fara á einhverja sólarströnd í Evrópu þar sem ekkert gerist heldur á stórhættulegar slóðir flóðbylgjunnar miklu. Ég prófaði í gamni mínu að slá inn Indónesía í leitinni á mbl. Hörmunganiðurstöðurnar létu ekki á sér standa, jarðskjálftar með dauðsföllum síðast í dag, fuglaflensa (Indónesía er það land sem hefur farið verst í henni), flóðbylgja, aurskriður og útlendingar handteknir fyrir daður! Spurning hvort það sé fífldirfska að fara á slíkar slóðir...
Það eru reyndar líka góðar fréttir þaðan, ritstjóri indónesíska Playboy slapp við fangelsi, fyrrum einræðisherrar fá bætur frá Times tímaritinu og nýjar spendýrategundir hafa fundist þar;)

Hver veit nema ég hitti þessa dúdda?

6 comments:

Anonymous said...

Ef þú finnur svona flotta kalla úti þá máttu alveg koma með einn svona handa mér:0)

Anonymous said...

Ég hef varað ykkur við þeim indónesum sem ég þekki... enda alhæfi ég alltaf yfir heila þjóð reynslu mína af einum til tveimur einstaklingum! Svo er nú bara eins gott að ég komi ekki með vegna þess að ég er hömlulaus daðrari og ég vil bara alls ekki fara í fangelsi :(

Sæja said...

Svart-hvíta hetjan mín. Það ert þú.
Annars er gott að þú ert svona frekar stöðug í fæturna...góður kostur í jarðskjálftunum í Indónesíu:)

Guðlaug Björk said...

Þvílí upplifun sem þetta verður hjá okkur. Gaman væri að prufa að gista í svona húsi eins og er bak við mennina.
Er reynar mikið búin að pæla í hvað þessir blessaðir dúddar eru með á sprellanum og hvers vegna?
Þetta verður ævintíri líkast.
Kv: Þín einlæga feðravinkona

Steinunn said...

já þeir eru með eitthvað undarlegt drasl á honum, afar fallegt!

Hehe ég veit að það á ekki að gera grín en stundum má maður til þegar þú víxlar stöfunum svona skemmtilega Gulla:D Kósý að vera feðravinkona hihihi

Guðlaug Björk said...

hahahaha feður og ég erum álvalt mestu mátar og góðir vinir. Þetta var ekkert víxl þetta á að vera svona haha