Monday, October 29, 2007

Meistari, Danir og jólarjúpan

Þessi maður er orðinn meistari og svarar nú engu nema "meistari Hafsteinn"! Hann útskrifaðist með sóma síðasta laugardag og var líka með glæsilega ræðu fyrir hönd útskriftarnema. Ég er bara nokkuð stolt af kallinum:) Hann fékk afar fallega Jesúklukku frá mér í útskriftargjöf og býst ég við að sjá hana á veggnum næst þegar ég kem í föðurhúsin.
Sjáið þetta fallega fólk. Þetta eru Nikolaj og Julie, þau eru dönsk og það er mikið drama í lífinu þeirra og lífi fólksins í kringum þau. Það er yndislegt!:) Ég varð nefnilega svo menningarleg í Danmörk að ég keypti mér alla þættina, og já þeir eru á dönsku. Það getur verið gott að hvíla sig aðeins á amerískunni þó ég hafi verið ansi glöð að það eru allavegana danskir textar á þáttunum.


Halli fór í stærstu verslunarferð lífs síns síðasta föstudag. Afraksturinn voru ljótustu föt sem ég hef séð á ævi minni, að meðtöldum öllum fötum 80's tímabilsins! Fötin eru ætluð til þess að gabba gæsir, rjúpur og aðra fugla sem verða svo óheppnir að verða á vegi hans og Simma þegar þeir fara á veiðar. Það sem þeir hugsuðu ekki út í er að það snjóar gjarnar uppi á fjöllum á Íslandi, það verður erfitt að fela sig í snjónum í dökkgrænum galla...
Ég á því miður ekki mynd af herlegheitunum en ég er viss um að Halli sé til í að fara í búninginn fyrir myndatöku. Myndin kemur því í vikunni;)

Friday, October 19, 2007

Nýtt áhugamál

Ég hef fengið nýtt áhugamál, það heitir Facebook og er yndislegt, heldur mér upptekinni í tíma:D Finnið mig á www.facebook.com og addið mér sem vini.

Í kvöld verður stelpukvöld með Soffíu, einhver yndisleg mynd og fullt af nammi, það verður ljúft:)
Á morgun verður svo ferðafundur, ég og Gulla og 2 vinkonur hennar sem ég þekki ekki en mun gera á sunnudaginn, erum að fara til Asíu eða Suður Ameríku eða bara Antartíku. Það verður semsagt ákveðið annað kvöld:)

Annars er maður bara að drukkna í lærdómi, en það er svosem ágætt líka. Verst að ég á svo mikið efni til að horfa á en hef engan tíma til að gera það! Desember verður bara þeim mun ljúfari:D

Wednesday, October 17, 2007

Danmörk og ónýtar pylsur

Já ég er komin frá landi bjórsins og búðanna:)
Í stuttu máli var mjög gaman!
-Sumir stálu hjóli
-Sumir villtust
-Sumir fóru til Kristjaníu í niðamyrkri og leiddu Gullu sér til hughreystingar
-Sumir eyddu fullt af pening
-Sumir fóru fullir á Istegade og keyptu undarleg kynlífsleikföng
-Sumum var boðið í nös á leið sinni á hótelið
-Sumir skruppu til Helsinki
-Sumir tóku ástfóstri við plasthengi á skemmtistað
-Sumir týndu jakka og síma í áður nefndri Helsinkiferð
-Sumir voru með langvarandi aulahroll

Það skal tekið fram að þessir sumir eru ekki allir ég!;)

Fjölskyldan í Fjenneslev var hress. Hjá þeim fékk ég gott að éta, lék mér mikið og tjillaði:)

Af fréttum í dag er það að ég át ónýta pylsu í morgun. Fann skrýtna lykt úr ísskápnum og henti fullt af gömlu dóti út úr honum. Fékk mér svo egg og pylsu í morgunmat (já mér finnst það gott!). Fattaði ekki fyrre n ég var búin með pylsuna að hún var sökudólgurinn að lyktinni:( Fæ örugglega brjálaða matareitrun!!

Keypti mér nýjan síma á þriðjudaginn og hann er nýja ástin mín:D fallegur og spilar fallega tónlist.

Steinunn Beinunn