Sunday, April 27, 2008

Ýmislegt

Jæja þá er komið að því! Á morgun kl u.þ.b. 11, mun ég kynna lokaverkefnið mitt um heimili fyrir börn í fyrirlestrarsal Kennaraháskólans. Þegar það verður búið þá á ég bara viku eftir af skólanum mínum! Það verður frekar ljúft að fá eins árs frí frá skóla en á næsta ári stefni ég á að fara til Boston að læra atferlisgreiningu:D
Ég er semsagt núna í miklu stressi að reyna að undirbúa mig sem best fyrir málþingið og þá er fátt betra en að hanga á facebook og bloggum;)

Ef einhver veit um íbúð sem ég get leigt eða bíl sem ég get keypt þá má hinn sami láta mig vita!

Í morgun benti Hjalti litli bróðir mér á próf á síðu SÁÁ. Þessi próf láta mann vita hvort maður þjáist af áfengissýki eða ekki. Þrjú af 4 prófum sögðu mér að ég væri alki og ég yrði að leita mér hjálpar svo ekki yrðu af því alvarlegar afleiðingar (Óli kannski hafðiru rétt fyrir þér?). Þetta eina próf sem sagði að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa er samt klárlega áreiðanlegast, það vorum við Særún allavega sammála um;) Sumar spurningarnar voru líka ósanngjarnar eins og hvort maður geti drukkið 5 bjóra án þess að "sofna"...þekki engann sem getur það ekki...(gott að vera alki í afneitun hehe).
Hér eru prófin, þið getið athugað hvort þið komið með mér, Hjalta og Sæju í hópmeðferð.

Tuesday, April 22, 2008

Styrjöld í Bólstaðarhlíðinni

Stríðið er hafið! Ég sá fyrsta óvin ársins fljúgandi fyrir utan Kennó, í gulum og svörtum hergalla, hressan og til í allt:S Nú verða gluggar ekki opnaðir aftur fyrr en í október og ekki hangið úti að óþörfu...

Ef óvinirnir væru allir jafn sætir og þessi...

Friday, April 18, 2008

Muse Sing for Absolution

Ég er alltaf að læra að meta þá betur og betur. Þetta er nýjasta uppáhaldslagið mitt:) Myndbandið er reyndar ekki frábært en það er hægt að horfa framhjá því...

Monday, April 14, 2008

Fyndið og ógeðslegt

Það er margt sem maður rekur augun í á alnetinu. Þessir linkar eru í boði Hjalta og Halla, njótið:)

Huggulegar pöddur

Skemmtilegar "Pinjötur"

Wednesday, April 9, 2008

Stress og stuð

Ég sit inni á bókasafni að reyna að drösla af nokkrum verkefnum sem ég hef frestað allt of lengi. Það er eitthvað við bókasafnsloftið sem gerir mann þyrstan og fyllir mann af þreytu og óþreygju (Er það skrifað svona?). Verkefnin ganga því hægt á milli vatnsdrykkju og endurskipulagningu á playlista...
Á morgun klárast vettvangsnámið og þá tekur við enn meiri verkefnavinna, B.A. verkefnið skrifar sig víst ekki sjálft. Svolítið stress er að hreiðra sig um í maganum á mér fyrir fyrirlestrinum sem ég á að halda um verkefnið 28. apríl og líka fyrir erindinu sem ég flyt á dönsku í byrjun maí...þá mun ég líklega njóta góðs af allri dönskunni sem ég hef hlustað á í samræðum við Heidi mágkonu:D

Á morgun ætla ég að kaupa miða á James Blunt. Ég veit að það finnst fólki ekki endilega mjög svalt, sérstaklega ekki að borga tíu þúsundkall til að sjá manninn! En hann syngur bara svo falleg lög og á fallega rödd. Ég viðurkenni samt að ég mundi alveg mikið vilja að Coldplay eða Muse, tjah eða Decemberists væru að koma en maður tekur því sem maður fær, betlarar geta ekki verið veljarar...

Það er að frétta af Halla að honum hefur nú tekist að klára teninginn sem kenndur er við töfra á innan við 2 mínútum! Siliconið sem hann spreyjaði hann með til að gera hann liprari og sérpöntuðu vínyllímmiðarnir hjálpuðu líklega mikið til við bættan tíma. (Og já nei þetta með spreyið og límmiðana er ekki grín...)

Leikhús í kvöld á Þann ljóta, hef grun um að það verði frábær skemmtun!:D

Góðar stundir