Friday, August 22, 2008

Lífið á Fjólugötunni...

...er gott:)
Það er gott að :
-búa með Jóhönnu og Rósu tík
-þurfa að labba stutt í bæinn
-búa rétt hjá Elínu vinnufélögu
-elda aldrei heima (er reyndar að verða þreytt)
-búa í fínni íbúð
-hafa afnot af bíl
Margt annað er líka gott, man það bara ekki alveg í augnablikinu, enda að reyna að horfa á bíómynd um leið og ég skrifa...

Í sumar höfum við stöllur skemmt okkur mikið á ýmsan máta og það hefur verið misviðburðarríkt. Ég sem ætlaði að fara svo mikið í ferðalög í sumar hef varla farið út fyrir 101 nema rétt til að kíkja í vinnuna, enda er náttúran í Hljómskálagarðinum þvílík að það er óþarfi að fara lengra til að njóta hennar.
101 er samt ekkert hverfi til að gera grín að, hér var kveikt í bíl, bara við húsið fyrir neðan okkur og aumingja nágrannar okkar Ingibjörg og Jón Ásgeir lentu í því að einhver krimmi rændi 9 gaskútum úr garðinum þeirra!

Núna er ég byrjuð að vinna í Salaskóla og líst vel á það, verð þar í 80% vinnu og 50% í Strýtuselinu. Það er ágætt að vinna svona í úthverfunum rétt til þess að minna sig á hvað það er gott að búa í miðbænum!

Jóhanna og fjölskylda fóru til Flórída í dag og ég verð alein heima með Rósu í 2 vikur! Á eftir að sakna sambýliskonunnar en líklega bætir hún mér upp einveruna með einhverju fallegu frá BNA!

Yfir og út