Wednesday, December 12, 2007

Versta martröðin verður að veruleika!

Hér segir Gulla frá því hvernig hún lenti í prófamartröð dauðans. Hún vaknaði þegar próf var byrjað en náði þó að koma sér á staðinn og fékk að taka prófið. Halli, ástmaður minn;) , lenti í svipaðri martröð í morgun nema hann gekk nokkrum skrefum lengra. Eins og margir vita á Halli mjög auðvelt með að sofa og ef það er ekkert sem vekur hann þá bara sefur hann endalaust! Í morgun átti hann að fara í próf klukkan 9 og planaði að vakna klukkan 8. Símahelvítið varð hinsvegar batteríslaust í nótt og hann vaknaði ekki fyrr en korter í 12!!! Þá var prófið búið og ekki séns að fá að taka það fyrr en í ágúst:( Hann tók því þó með ótrúlegri ró og byrjaði bara að læra fyrir næsta próf. Ég hefði líklega öskrað og grenjað eins og óhemja í allan dag og hætt við að taka hin prófin!
Já hann er hetja og ég ætla mér að vera extra ljúf næstu daga, tuða sem minnst og gefa honum bjór og súkkulaði í skaðabætur:)
Halli í banastuði!

Sunday, December 9, 2007

Afmælisbarn dagsins!

Hún móðir mín er 49 ára í dag! Hún heldur upp á daginn í Danaveldi með Atla, Heidi, Önnu Petreu og Emil Ingo, já og auðvitað pabba. Til hamingju mamma!:D


Óli átti afmæli á föstudaginn og varð 24 ára:) Þessi mynd var tekin fyrir 1 og hálfu ári, takið eftir hversu vel hærður hann er! Til hamingju Óli!!:D

Saturday, December 8, 2007

Krummi

Hvernig ætli krummapaté smakkist? Mér finnst það allavega hljóma fallega. Það eru tveir krummar á bílastæðinu hér fyrir utan að gæða sér á gömlum mcDonalds og ég er með haglara inni í geymslu! Gæti kannski líka bara handsamað þá með berum höndum...





Friday, December 7, 2007

It's Always Sunny In Philly / Yndislegir þættir!

Þetta eru nýjustu vinir mínir, en ég á marga. Þessir þættir eru æðislega fyndnir! Mér leist reyndar ekkert á þá í byrjun en núna elska ég þá. Kíkið hér á fimm skemmtileg atriði úr fyrstu seríu:)

Tuesday, December 4, 2007

Afmælisbarn dagsins!

Anna Petrea litla og besta frænkan er fjögurra ára í dag! Því miður er hún í Danmörku en ég hér á Íslandi svo það verður lítið um afmælisknús. Ég plana samt að nýta mér tæknina á morgun og spjalla við hana á skype:D Vonandi fær hún fullt af pökkum með glimmeri í og gómsæta köku!

Monday, December 3, 2007

Steinunn verður stór

Í dag ákvað ég að það væri tími til að fullorðnast. Ég keypti væmnasta kaffið sem Halli gat bent mér á, kaffirjóma, 70% súkkulaði og oggulitla og sæta pressukönnu. Já ég ákvað að byrja að drekka kaffi! Ástæðan var meðal annars sú að ég sá fram á að þurfa að læra aðeins fram á kvöld og það væri líklega gott að hafa eitthvað örlítið örvandi með því. Kaffið drakk ég, alveg næstum heilan bolla og fannst ágætt, allavega drekkandi. Ég hef líka setið við lærdóm og haldið einbeitingunni þangað til núna að verða 10! Yfirleitt gefst ég upp um 3 leitið á daginn...
Nú er ekki langt í þann draum að strunsa um bæinn með "teikavei" kaffi í dragt, það er eitthvað undarlega svalt við það. Kannski samt ólíklegt að þroskaþjálfinn verði mikið í drögtum en það er aldrei að vita nema það sé hægt að framkvæma á sunnudögum svona til spari...
Ég vil þó koma því á framfæri að þó ég sé komin í fullorðinna manna tölu þá vil ég alls ekki láta kalla mig konu, það gerist þegar ég verð 35 ára;)

Vil benda ykkur á þessa síðu. Hún fjallar um fólk sem hefur verið "upptekið" af geimverum og hefur fundið frábæra leið til þess að koma í vegfyrir að það lendi í því aftur. Ef þið kíkið á linkana til vinstri er hægt að finna mynd af ósvikinni geimveru!!!

Sunday, December 2, 2007

Uppáhaldslagið!

Þetta lag er í uppáhaldi akkúrat núna, það er svo hugljúft og fallegt. Ég varð þó fyrir vonbrigðum með myndbandið því mér finnst það ekki nógu rómantískt!