Thursday, January 24, 2008

Wii olnbogi

Ég fór til Óla og Soffíu í gær og þar fórum við í ýmsa leiki eins og hafnabolta, box, tennis og keilu. Að sjálfsögðu vorum við ekki að leika okkur í alvörunni enda er það ótrúlega hallærislegt! Við erum svöl og lékum okkur í nýja dótinu hans Óla, Nintendo Wii.
Ég var afspyrnu léleg í öllum leikjum og tapaði með glæsibrag. Það vantaði þó alls ekki upp á keppnisskapið og ég sveiflaði höndunum eins og geðsjúklingur í veikri von um sigur. Í dag er öxlin mín og olnboginn á hægri hendi að súpa seyðið af ólátunum því ég er öll aum og ekki frá því að harðsperrur séu á leiðinni.
Ég sá svo þessa síðu. Ég er ein af lúðunum sem finnur fyrir einkennum eftir tölvuleikjaspilun...ekki svalt!

Ég fékk líka að kenna á því að hafa verið í einu fjölskyldunni í sveitinni sem ekki átti nintendo tölvu fyrir 13-15 árum. Við Soffía fórum nefnilega í Super Mario og ég er ömurleg í þeim leik, gat ekki einu sinni stjórnað kallinum almennilega. Frekar lélegt að geta ekki klárað borð í leik sem ætlaður er litlum krökkum...
Soffía vægast sagt rústaði mér enda er hún með límheila sem minnir á undarlega sérvitringa og mundi náttúrulega öll "múvin" síðan hún var átta ára!!!


4 comments:

Anonymous said...

OHhh.. mig langar í Wii!! Þegar við komum til landsins ætla ég bara að hanga heima hjá óla og spila !!

Guðlaug Björk said...

ég fór einmitt í nintendó um daginn og mundi allt síðan ég var smábarn...en ég var um 6 ára þegar bróðir minn safnaði sér sjálfu fyrir snilldartölvunni sem ég naut góðs af vel og lengi.
Svo er wii líka æði ég fer reglulega í hana í vinnunni og satt að segja er alveg að halda í við nútímaunglingana.Farðu bara relgulega til þeirra að æfa þig þá kemur þetta eins og skot...ekkert að marka fyrsta skiptið.
Nintendo minnir mig rosalega á gullaldar 90's tímabilið

Sæja said...

Bíddu bíddu.
Ertu ekki að monta þig af því að vera að lyfta með Jóa Fel og hvað, bara með harðsperrur eftir skitinn tölvuleik.
Nei Steinunn þetta má ekki fréttast.

Guðlaug Björk said...

trúðu mér særún ef þú ferð í box í wii þá fær maður harðsperrur...eg get vitnað um það að keppnisskapið verður svo gríðarlegt að maður kílir höndum út í loftið eins hratt og maður getur þangað til leikurinn er yfirstaðinn..prufaðu sjálf þetta er æðigaman