Jútjúb var ekki í samvinnuþýðu skapi í dag. Ég var búin að velja myndband við yndislegt lag og ætlaði að deila með ykkur, skrifaði meiraðsegja mjög skemmtilega færslu með um tónblindni Halla og ást mína á Coldplay, en ekki birtist það á blogginu. Svekk...
Ég er búin að vera óvenju menningarleg síðustu daga. Er búin að fara 3 sinnum í bíó á ca 2 vikum og er á leiðinni í leikhús á fimmtudaginn.
Ég sá myndina Brúðguminn og hún er mjög skemmtileg, mæli með henni, sá svo Atonement og hún er líka góð, er núna að vinna í bókinni, og um helgina sá ég hálftíma af Býflugnamyndinni (í vinnunni), hún var ekki að mínu skapi og fólkinu sem ég var með leiddist, var búið með nammið og farið að ókyrrast svo mikið að við urðum að fara;)
Á fimmtudaginn fer ég með 3 vinkonum og einni systur á Baðstofuna eftir Hugleik. Geri ráð fyrir góðri skemmtun þar:D
Kannski kemur fallega lagið hér inn seinna, bíðið spennt!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég trúi ekki að Hugleikur valdi okkur vonbrigðum. Bara að muna að pissa áður en sýningin hefst því annars er ekki von á góðu.
Post a Comment