Fésbók (Facebook upp á útlenskuna) býður upp á hin ýmsu próf sem geta sagt manni ýmislegt um mann. Ég fæ iðulega mikið af boðum í slík próf frá Fésbókarvinum mínum (reyndar aðallega Gullu þessa dagana sem gerir ekki annað en taka próf!) og ef prófið getur sagt til um eitthvað merkilegt, eins og t.d. hvaða Hollywood-koss ég sé, þá tek ég það.
Oft er prófið hræðilega nákvæmt, eða eins og kaninn orðar það "scarily accurate" (hversu nákvæmlega er samt hægt að finna út hvaða kynlífsleikfang maður er??
"já mér líður akkúrat eins og víbrador!").
Samkvæmt prófunum væri ég Ben Stiller ef ég væri stjarna, sveppir ef ég væri eiturlyf, ég giftist eftir 8 ár, ástarlíf mitt er eins og kvikmyndin "The princess bride", ég fell fyrir herramönnum (Halli hagaði sér eins og herramaður fyrstu 2 vikurnar) og ég gef frábæra "first impression". Ég ætla ekki að draga neitt af þessum niðurstöðum í efa enda svara ég alltaf af hreinskilni og fæ þar af leiðandi rétt svör....Þangað til í dag!
Twig
You're a twig! Now, you PROBABLY cheated on the quiz, but if not, you're like the healthiest person alive. You exercise, drink enough water, and eat right. Your friends are all also healthy, or they all rip on you for being a hippie vegan. Pass the mock jambalaya, please.
Ég svindlaði ekki á prófinu, ég geri það aldrei, en þeir sem mig þekkja vita að ég er ekki eins og sprek og er langt frá því að vera ofurheilbrigð...! Þetta fær mig til að efast um spádóma Fésbókarinnar, hvernig á maður að treysta henni eftir þetta?!?
2 comments:
já ég varð svakalega fúl út í þetta. Ég tók próf um hvernig fyndin maður er. Samkvæmt fésbók er ég með klúrin húmor og sný öllu upp í kúk, piss og kynlíf. Ég varð virkilega sár...enda þori ég varla að segja kynlíf upphátt.
Hahaha:) Segðu bara kynferðismök..þá er það grín í öllum vandræðalegheitunum;)
Post a Comment