Wednesday, January 2, 2008

Jólin

Jólin hafa verið einstaklega góð í ár, enda hef ég verið í þokkalegu fríi frá vinnunni og bara slappað vel af:) Ég fékk marga fallega pakka en sá sem stendur sérstaklega upp úr eru ótrúlega fallegir hælaskór sem Halli gaf mér! Hann kom mér ekkert smá á óvart;) Við borðuðum Friðgeir annan í jólum og hann var ljúffengur, stóð vel undir væntingum.
Núna sit ég í stofunni á Hnífsdal en hér vorum við yfir áramótin. Það leit reyndar ekki út fyrir að við mundum komast vegna veðurs en það var sem betur fer flogið á mánudagsmorguninn. Flugið var hinsvegar það versta sem við höfum lent í hingað til, mikil ókyrrð og fólk farið að taka upp ælupokana. Við þurftum svo að taka hring í mestu ókyrrðinni vegna éls sem gekk akkúrat yfir Ísafjörð þegar átti að lenda. Sem betur fer ældi enginn því líklega hefðu þá allir ælt, ég er fegin að hafa sloppið við þá reynslu;)
Við erum búin að hafa það afar notalegt hér, höfum spilað mikið, borðað mikið, sofið mikið og horft mikið á sjónvarp. Þess á milli höfum við leikið okkur aðeins við Guðrúnu Helgu mágkonu:)

Gleðilegt ár!

2 comments:

Anonymous said...

Friðgeir var ljúffengur líkt og aðrir bræður hans og systur... :)

Guðlaug Björk said...

haha Friðgeir var ljúffengur....já enn þykir mér þetta fyndið. Allir sem eiga bróðir sem heita friðgeir bragðast eflaust mjög vel...ég geri það allavega