Hér segir Gulla frá því hvernig hún lenti í prófamartröð dauðans. Hún vaknaði þegar próf var byrjað en náði þó að koma sér á staðinn og fékk að taka prófið. Halli, ástmaður minn;) , lenti í svipaðri martröð í morgun nema hann gekk nokkrum skrefum lengra. Eins og margir vita á Halli mjög auðvelt með að sofa og ef það er ekkert sem vekur hann þá bara sefur hann endalaust! Í morgun átti hann að fara í próf klukkan 9 og planaði að vakna klukkan 8. Símahelvítið varð hinsvegar batteríslaust í nótt og hann vaknaði ekki fyrr en korter í 12!!! Þá var prófið búið og ekki séns að fá að taka það fyrr en í ágúst:( Hann tók því þó með ótrúlegri ró og byrjaði bara að læra fyrir næsta próf. Ég hefði líklega öskrað og grenjað eins og óhemja í allan dag og hætt við að taka hin prófin!
Já hann er hetja og ég ætla mér að vera extra ljúf næstu daga, tuða sem minnst og gefa honum bjór og súkkulaði í skaðabætur:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Úff, úff, úff .. ! Sumir símar hringja reyndar þó þeir segist vera batterýslausir ! En úff ! Massar þetta bara í ágúst !
Minn sími hringir ef það er slökkt á honum og ég hélt að hann myndi þessvegna hringja batterílaus (ekki það að ég hafi vitað að hann hafi verið að verða batterílaus!). Hann er hinsvegar á hraðri niðurleið og heldur ekki hleðslu mjög vel lengur svo það gæti hafa verið hluti af vandamálinu. T.d. var batterístöngin full þegar ég fór að sofa.
Fæ mér vekjaraklukku sem er tengd í vegg bara :D
ónei ónei ónei Haraldur Björn mikið rosalega er þetta leiðinlegt verið í brjálæðiskasti þangað til í ágúst. Ástmaður þinn á hrós skilið fyrir að taka þetta með ærðuleisi og hefja lestur til næsta prófs. Ég sendi honum samhúðarstrauma
þarna átti að sjálfsögðu að standa: ég hefði verið í brjálæðiskasti þangað til í ágúst:)
ó guð minn góður. Ég myndi líklega grenja fram á haust. Djöfuls bömmer en Haraldur er hörkutól. Það er greinilegt.
jólagjöfin til halla í ár: upptrekt vekjaraklukka, svona með járnbjöllu sem heyrist ógeðslegt hljóð í og ekki séns að sofa yfir sig.. :)
Mjög fyndin af honum Halla
Greinilega bloggað í letinni!!! Ha ekkert að frétta eða??? Ha humm fara að skrifa ritgerð eða???
He he sakna þín!!!
Kvitterí kvitt ;)
Post a Comment