Ég hef tekið eftir því að flestir bloggarar sem ég les gera svona ársuppgjör um áramótin. Það hef ég ákveðið að gera líka:D
- Árið 2007 byrjaði á því að pabbi fór til Finnlands í mastersnám og þar var hann fram á sumar. Mamma fylgdi honum í apríl og það var skrítið að vera munaðarlaus, gott samt að hafa mikinn og góðan aðgang að bíl;)
- Ég byrjaði í nýrri vinnu í janúar, í Strýtuseli sem er nýtt heimili fyrir einhverfa stráka. Þar er frábært að vinna en þetta fyrsta ár heimilisins var mjög erfitt, við höfðum í allt 7 yfirmenn og á tímabili var ég ákveðin í að hætta. Það leið þó hjá og núna er ég ánægð.
- Soffía og Óli eignuðust Arneyju Vöku í mars, dúllumús númer 2.
- Ég fór í vettvangsnám í Öskjuhlíðarskóla sem var ágætt. Þar sannfærðist ég um ágæti sérskóla en sá að mig langaði ekki sérstaklega að vinna þar sjálf.
- Í maí vann ég í Salaskóla sem gangavörður, forfallakennari og dægradvalarstarfsmaður. Ég get með sanni sagt að gangavarðarstarfið er það leiðinlegasta sem ég hef nokkurn tíman gert! Dagarnir liðu hægt og skúringar eiga illa við mig.
- Í maí fórum við Halli líka til Helsinki að heimsækja mömmu og pabba og það var ótrúlega skemmtilegt. Eurovision var akkúrat þá helgi sem við komum og við upplifðum mikið af fólki og júróvisjón þorpið fræga sem var ekki svo merkilegt. Við fórum líka til Tallinn í Eistlandi og sú borg er æðisleg. Það var mikið verslað, étið og skoðað:)
- Á meðan við vorum úti fluttu Atli, Heidi og börnin til Danmerkur og það fannst mér leiðinlegt, ég hef saknað þeirra síðan:( Það góða er að nú er alltaf afsökun til þess að fara til útlanda!
- Í sumar vann ég í sumardagvist fyrir einhverf börn í Fossvogsskóla með 3 yndislegum bekkjarsystrum mínum og 4 öðrum frábærum krökkum. Við skemmtum okkur konunglega í allskonar leikjum og fíflagangi í allt sumar. Það gerðist líka í sumar að Halli fékk sundlaugarvarðarpróf! Það er mjög merkilegt þar sem að hann er vatnshræddur og frekar illa syndur. Við tókum nokkrar sundæfingar fyrir prófið þar sem hann æfði sig í björgunarsundi og köfun og hann stóðst síðan prófið:)
- Í ágúst fórum við Halli til Krítar í viku. Þar lágum við á ströndinni, sváfum og borðuðum. Það gerðist lítið markvert en það var samt ótrúlega næs ferð:)
- 2 dögum eftir að ég kom heim frá Krít fórum við Brynhildur til Fjenneslev og síðan Kaupmannahafnar. Við lékum okkur mikið við frændsystkinin, drukkum bjór og tjilluðum með stórabróður og mágkonu:) Í Köben fórum við á allskona hlaðborð frá öllum heimshlutum og versluðum ógrynni af fötum. Við skoðuðum líka smá, kíktum í tívolí til dæmis.
- Skólinn byrjaði svo aftur og þetta var skemmtileg önn með milljón verkefnum sem gengu bara prýðilega.
- Ég átti afmæli og varð 23...það er alveg doldið mikið, bara 12 ár í að ég verði fullorðin!
- Í október fór ég í fjórðu utanlandsferðina mína á árinu! (fátækir námsmenn hvað??). Bekkurinn fór saman í ferð til Kaupmannahafnar að skoða nokkra staði sem þjónusta fatlaða og drekka öl og versla og skemmta sér.
- Ég man ekkert markvert sem gerðist í nóvember! Hmm eða jú við veiddum Friðgeir rjúpuna frægu!
- Í lok ársins vann ég mikið því við vorum búin mjög snemma í skólanum, eða 4. des.. Í desember gerðist líka sá sorglegi atburður að litli frændi minn, Högni (18 ára) lést eftir nokkurra mánaða baráttu við krabbamein. Jarðarförin hans var vikuna fyrir jól og var einstaklega falleg en setti undarlegan svip á jólaundirbúninginn:(
Birna útskrifaðist líka loksins í desember og er þar með orðin stúdent! Það var partý með fullt af bollu sem rann ljúflega niður en ég var samt eitthvað óþarflega skynsöm og fór ekkert niður í bæ eða neitt. Til hamingju Birna!!
Jáh þá er árið komið, eða svona það markverða sem ég man! 2008 lofar góðu, ég mun útskrifast, finna mér vinnu og fara í eitthvað gott ferðalag með Gullu og öðrum hressum stelpum:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Ahem...
heilt ár og það er ekkert minnst á mig, EKKERT!
Ég er mikið móðguð..
góðan aðgang að bíl?!! jeppinn varð úr umferð um leið og þú fékkst hann láðan ef mig minnir rétt! Uss uss birna þú hefur greinilega ekki lesið allt bloggið
Ahh já nú man ég, fannst það bara rökrétt, minnið mitt er ekki það besta..:D Já Birna hvað ertu að hugsa!
Huh.. Þetta eru einhverjir prettir.. Þetta stóð ekki þarna í gær, ég sver það!
Múhahahaha
Litli svikahrappur, þér mun ég ekki treysta aftur í bráð..
Post a Comment