Friday, January 18, 2008

Lati Geiri á lækjarbakka lá þar til hann dó...

Það er erfitt að vera í fríi. Í dag hefur lítið verið um athafnagleði hjá mér og ég hef að mestu legið uppi í sófa. Ég sinnti að vísu Arneyju í 2 og hálfan tíma og rölti svo aðeins út með Sæju, en eftir að ég kom aftur heim um 1 leitið ca. er ég ekkert búin að gera!! Ég lagðist upp í sófa og þar hef ég verið að lesa blogg ókunnugrar konu. Ég er búin að þurfa að pissa í meira en klukkutíma og mér er líka ískalt en ekki nenni ég að standa upp. Vona að ég drullist framúr á einhverjum tímapunkti...
Ef ég svara ekki á msn og ekki í símann þá er ég líklega dauð úr kulda eða sprunginni þvagblöðru!!!

5 comments:

Sæja said...

Dónaskapurinn í mér að hafa ekki boðist til að aðstoða þig. Ég hefði getað hlaupið yfir með bekken og breytt yfir þig. Geri það næst. Þú hóar bara.

Steinunn said...

Já þetta var frekar lélegt af þér...bætir bara úr því næst:D

Anonymous said...

þú ert svo reið á þessari mynd steinunn.. af hverju ertu reið?

Anonymous said...

Gott að þú lifðir þetta af :) Letin er voðaleg stundum ...
Og Steinunni finnst hún ábyggilega ekki reið heldur cool á þessari mynd ef ég þekki hana rétt :D

Steinunn said...

Ó já ég er ofursvöl á þessari mynd með semiglóðarauga og svona:D