Monday, January 14, 2008

Heimavinnandi húsmóðir

Þessa vikuna fæ ég að prófa hið ljúfa líf heimavinnandi húsmóðurinnar. Þetta krútt var hjá mér í dag og verður eitthvað næstu daga á meðan móðir hennar menntar sig:) Dagurinn var nokkuð góður. Arney var samvinnuþýð og svaf heila 3 tíma samtals og á meðan gat ég horft á sjónvarpið, sem er að sjálfsögðu stór hluti af lífi húsmæðra! Við lékum okkur líka svolítið með bolta og bangsa sem var hressandi.
Ég var líka heppin því sú stutta vildi ekki matinn sinn og skildi því eftir gómsætt epla og plómumauk sem ég borðaði með bestu lyst yfir góðum sjónvarpsþætti:D


Ég hef ekkert að segja um þessa mynd en hún er bara svo ótrúlega flott að ég varð að skella henni á alnetið!!!;)

2 comments:

Sæja said...

Falleg mynd af Halla.
Tilheyrir það ekki lífi heimavinnandi húsmæðra að taka við vinkonum í kaffi og kökur?
Gæti litið við á morgun:)

Anonymous said...

Vá ég vona að þessi furðufugl verði hvergi nálægt meðan þú passar krúttið :)

Nei bara spaug :)