Monday, June 2, 2008

Hættuför?

Hér bloggaði ég um fyrirhugaða hættuför til Indónesíu. Ég er núna hætt við þá ferð, ekki vegna hræðslu við flóðbylgjur eða fuglaflensu heldur vegna peninga og tímaskorts.

Á miðvikudaginn fer ég hinsvegar til London í 5 daga skemmtiferð og ég er farin að halda að sú ferð sé öllu hættulegri en þessi til Indónesíu. Ég sló London inn í leitina á mbl.is og komst að því á undanförum vikum hafa verið þónokkrar hnífsstunguárásir í borginni sem sumar hafa endað með láti, sprengingar, kröftug mótmæli, bann við myndum af Venusi (vegna nektar hennar) og áfengi í subway kerfinu, tölvubilun á Heathrow (þar sem ég kem til með að lenda), flugslys og fleira.

Það er ljóst að ég, Sæja og Jóa erum miklar hetjur að þora að stíga fæti inn í þessa Sódómu og eins gott að ég verði orðin hitalaus þá (já er veik *grenjvorkenniðmérgrenj*) því ég þarf alla mína krafta til að berjast við óaldarlýðinn sem mun líklega verða á vegi okkar!!
Hér er ég í fyrri Londonferðum mínum, lifði þær af þótt ótrúlegt sé!!;)

1 comment:

Anonymous said...

Við getum alltaf beðið Guð að halda verndarhendi yfir okkur ;)Tja ef að þú verður ennþá veik að minnsta kosti...