Thursday, May 1, 2008

Búin með B.A.!!

Jáh í dag kláruðum við Jóhanna mín ritgerðina! Sendum pabba hana í síðustu yfirferð og ég er viss um að í þetta skiptið sé hún fullkomin...það er allavega eins gott því ég veit orðið allt of mikið um heimili fyrir börn og allt í kringum það, komin með hálfgert ógeð af eigin meistarastykki!
Fyrirlesturinn heppnaðist svona líka vel, mér var reyndar sagt af mörgum að ég hefði verið svolítið reið við flutninginn, sem var fullkomlega óvart, en það er kannski allt í lagi efnisins vegna.
Ég held reyndar að ég geri það svolítið mikið að vera óvart reið eða hvöss þegar ég ætla það alls ekki, ég er oft spurð afhverju ég sé pirruð þegar það á ekki við eða afhverju ég setti upp einhvern svip sem ég hef ekki hugmynd um að ég hafði á fésinu... Sumir hafa líka viðurkennt fyrir mér að hafa verið hræddir við mig við fyrstu kynni! Ég sem er ljúf eins og lamb og góð við flesta;)
Hver er hræddur við þetta ljúfa og fagra andlit????

12 comments:

Guðlaug Björk said...

Ég verð nú að segja að mér þótti þessi ákveðni þín í fyrirlestrinum afar einlæg og steinunnarleg...að reyna að vekja fólk til umhugsunar á viðkvæmu máli....Ef þið Jóa hefðuð verið flatar í máli hefði þetta ekki komist til skila. Ég gat haft alla athygli á efninu ykkar allann tíman....get ekki sagt að mér takist það oft ;)
BTW ef þú hefðir haft þennan og á myndinni við okkar fyrstu kynni hefði ég haldið að þú hefðir einu sinni leikið í jóladagatali sjónvarpsins í den..það var einhver kona alltaf með svona svip og gerði mann hræddann. Ætli það sé ekki málið.

Guðlaug Björk said...

Guð þetta hljómar eins nenni aldrei að hlusta á það sem þið Jóa hafið fram á að færa...haha það er nú ekki meiningin...ég á við bara fyrirlestra almennt ef þeir eru flatir..eða eitthvað dísess..... æi vá ég kem mér ekki út úr þessum vandræðum.
En fallegur svipur samt.

Steinunn said...

hehehe ég veit að auðvitað hlustarðu alltaf á okkur af miklum áhuga;) og já ég man eftir konunni í dagatalinu, var hún ekki kölluð trunta?

Anonymous said...

Trunta ein í Hlíðum býr,
ógnvekjandi og dimm.
Með hala og horn á við kýr,
hún er þá líka grimm.

Anonymous said...

Hæðist sem hún úlfur er,
í gæru lokkar til sín.
Sýnir svo hvað innra ber:
svæsni á við villisvín.

Anonymous said...

Hún auðveldlega hræðir,
og oftast nær er þunn.
Þá takmarkað hún græðir,
hún heitir Steinunn.

Anonymous said...

Hún urrar og slær á kinn,
danglar líka í kærasta þinn.
En inn við beinið,
þá hverfur meinið,
og Steinunn verður besta skinn.

Anonymous said...

Urrrgh, ég skal hætta að fylla kommentakerfið þitt og fara að læra :'(

Steinunn said...

Jahá! Vel sagt...

Anonymous said...

HAHAHAHA síðustu tvö ljóðin voru klárlega best og mjög lýsandi

Anonymous said...

Ég er bara hrædd við þig þegar þú ert í slagsmálaskapi ... eins og þú varst stundum í síðasliðið sumar ;) en þetta ljúfa og fallega andlit segir manni hvað þú berð indislega og rólega manneskju innra með þér ;)

Luv Anna Panna

Anonymous said...

shjæææ stafs villur dauðans: síðastliðið og yndislega átti þetta að vera :/