Skemmtileg vika að baki í norrænu samstarfi í skólanum. Skemmti mér gífurlega vel með Dönum og Grænlendingum og ekki laust við söknuð eftir brottför þeirra af klakanum.
Lærði margt þessa viku t.d. að:
-Danska er erfið, sérstaklega þegar maður ætlar að vera gáfaður og faglegur
-Piparmyntulíkjör í spræt er ekki kominn til að vera
-Ég skil ekki kaldhæðni á erlendum tungumálum
-Við Íslendingar erum ótrúlega langt komin í málefnum fatlaðra
-Þroskaþjálfar eru nauðsynlegir
-Ég get troðið mér í skó af Gullu
-Víkingahjálmur úr plasti fer mér vel
-Ef dagsskráin er léleg þá á að fara með sjónvarpið og kasta því í Kerið (allavega hefur einhverjum þótt það góð hugmynd...)
-Danir geta verið sérlega skemmtilegir djammfélagar
-Ekki allir Grænlendingar eru fyllibyttur
-Gulla á það til að "spúna"
-Nágrannar fíla ekki partý á þriðjudögum
-Ég á það til að fara í félagslegan baklás
Ahh bara að vikan gæti endurtekið sig, það væri yndislegt. Hér erum við Gulla hressar að vanda með dönsku bræðrunum Morten og Mads:)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
hvar voru Mikkel og Martin?
Hvurjir eru það? Þessir bræður eiga síðan annan bróður sem heitir Jesper eða Jasper og þriðji strákurinn sem kom með til Íslands hér Anders...ótrúlega týpísk dönsk nöfn verð ég að segja!
ooo svo fallegt allt saman.
Gulla er ekki hress á myndinni heldur hugsi.. hversu góð er hæfni þín í að lesa líkamstjáningar?
Jebb rétt er það Brynhildur svona er ég alltaf þegar ég er mikið hugsi. þarna er ég t.d að hugsa hvort ég eigi að fá mér annan bjór, mojito eða bacardi razz í spræt. Erfið ákvörðun.
Annars er hálf kjánalegt að lesa þessa færslu þar sem Steinunn er svolítið að herma eftir minni...alveg ómeðvitað blessunin.
Við erum búnar að vera alltof mikið saman ef við erum farnar að hugsa nánast eins um bloggin okkar. Ég þarf frí...
Djöfull hata ég að skrifa þennan staðfestingarkóða ég þarf alltaf að gera þetta hundrað sinnum því stafirnir eru út um allt...vinsamlegast taktu þetta í burtu. Annars hætti ég að tjá skoðanir mínar hér...úúúú
He he he he þið eruð steiktar... hvað er að mér þegar mig langar í mojito við að lesa kommentið hennar Gullu??? Æhh ekki svara...ég get farið á saa.is og tekið próf! Ég skammaðist mín smá þegar ég var að sækja um líf-og sjúkdómatryggingu fyrr í dag og hann spurði mig hvað ég drykki mikið sterkt vín í ml talið á mánuði... það var vandræðalegt ;)
Hahahaha omg því skal ég trúa Jóhanna! (fyrir þá sem ekki vita hvað omg þýðir þá er það "oh my god").
Og já Gulla ég get skilið að það sé erfitt að lesa þetta fyrir fólk með dyslexíu, en ég var byrjuð að fá svona spam komment...skal fjarlægja þetta í bili og sjá til..
Post a Comment