Wednesday, March 12, 2008

Halli og tölvan

Halli keypti sér ný heyrnartól í vikunni, ofursvöl með "mæk" og öllu. Á sama tíma uppgötvaði hann einhvern fallegan leik þar sem hann á að drepa óvini með stórri byssu eða handsprengjum, þennan leik spilar hann með Simma og Óla og einhverjum útlendingum. Ég spurði hann í fyrrakvöld hvort hann vildi ekki fara út og hitta einhvern (var með samviskubit yfir að skilja hann einan eftir heima fimmta kvöldið í röð), þá benti hann á skjáinn og sagði "ég er með strákunum!", gott og blessað. Í tölvuleiknum talar hann líka við strákana, ekki bara með því að skrifa heldur með því að tala í nýja "mækinn". Ég hrekk iðulega við þegar setningar eins og "soldier in your base", "ég er á leiðinni!" og styttingarnar lol og gg glymja yfir stofuna! (ok setningarnar eru einhverjar aðrar en ég man þær aldrei, bjó því til eitthvað sem hljómar svipað).
Ætti ég að hafa áhyggjur?

12 comments:

Soffía said...

Óli var reyndar ekki sérlega hávær þar sem hann vildi ekki vekja barnið en þetta böggar mig samt!

Ég veit ekki hvort það þurfi að hafa áhyggjur en smá hneyksl er viðeigandi finnst mér

Guðlaug Björk said...

Ofursvali ástmaður þinn

Anonymous said...

Svalt! En afhverju er mér ekki boðið að vera með ???

Steinunn said...

Atli minn talaðu bara við hina njerðina, þú mátt örugglega vera með;)

Steinunn said...

Atli minn talaðu bara við hina njerðina, þú mátt örugglega vera með;)

Sæja said...

Áhyggjur! Veit ekki. Mér finnst þetta allavega mjög fyndið. Gott að vita af því að hann er að tala við einhvern annan en sjálfan sig. Hélt hann væri orðinn geðveikur þegar ég heyrði fyrst í honum.

Anonymous said...

Af hverju að kaupa sér "ofursvöl" heyrnatól með mæk rétt fyrir afmælisveisluna sína!?!?

HVAÐ VANTAR HANN?

Anonymous said...

Já og Krissa langar að vita í hvaða leik maður þarf að segja: "soldier in your base, ég er á leiðinni"...

Anonymous said...

Team fortress 2 er leikurinn. Ofurskemmtilegur!

Ég hef á tilfinningunni að ef ég væri ekki þá hefði steinunn ekkert að blogga um! Finnst ég koma ekki svo vel útúr þessu bloggi í þokkabót!

Anonymous said...

hættu að væla halli, steinunn bloggar líka alveg stundum um hinn kærastann sinn, Chris Martin.

Guðlaug Björk said...

uhh Halli þú gætir stofnað blogg sjálfur og þú gætir byggt það á skemmtisögum og myndum af Steinunni....guð ég er orðin spennt
Þið væruð í svona bloggbattle og keppið um hver er með fleiri heimsóknir á dag...en sá fjöldi segir til um skemmtanagildi bloggana.
Tilaga af nafni bloggsins þins gæti t.d verið: hallibjössi.blogspot.com
þú íhugar þetta Haraldur

Með kveðju Gulla

Anonymous said...

Hey já hugmyndin hennar gullu er geggjað sniðug! svo verða bloggin fræg og í framhaldið búin til þáttasería í anda everybody love's raymond.. :D