Sunday, March 23, 2008

Páskarnir

Við erum í vellystingum á Hnífsdal. Hér er ennþá hávetur, allt á kafi í snjó og frekar kalt. Við skelltum okkur á gönguskíði í sólinni á föstudaginn og það var prýðilegt, fórum samt bara 3 frekar litla hringi því skíðaganga er erfiðari en hún virðist! Í gær kíktum við á Aldrei fór ég suður og þar var svo ótrúlega stappað að það var ekki verandi þar alls ódrukkinn, við stoppuðum því stutt og fórum bara heim í náttföt að spila:D
Í dag var það svo baráttan við páskaeggið. Ég byrjaði snemma að vinna í því en á tímabili var tvísýnt um hvort okkar kæmist lífs af, ég eða eggið. Ég hafði það þó undir og nú liggja síðustu sönnunargögnin um það gjörsigruð í skál við hliðina á mér.
Nú erum við á leiðinni í mat til stjúptengdafjölskyldu minnar og ætli kvöldið endi ekki á nammiáti og spilamennsku, ansi ljúft líf:)

No comments: