Monday, March 17, 2008

Að koma sér hjá því að læra

Það er mikið að gera í skólanum á þessari önn, lokaverkefni, verknám með tilheyrandi verkefnum og svo einn leiðindaáfangi sem ég geri mér ekki alveg grein fyrir um hvað fjallar en honum fylgir frekar tilgangslaust og tímafrekt verkefni. Ég tel mig vinna best undir pressu og hef því ekki mikið byrjað á verkefnunum nema lokaverkefninu, ákvað að ég myndi byrja af alvöru í páskafríinu. Nú er páskafríið byrjað, 3 dagar liðnir og ekkert hefur gerst. Ég ætlaði að vera ofurmannlega dugleg í dag og klára að minnsta kosti eitt verkefni.
Það sem ég hef gert fram að þessu er:
-Halaði niður James Blunt diski og hlustaði á (ætlaði sko að byrja að skrifa þegar hann væri búinn)
-Skoðaði hálft alnetið (ætlaði bara að skoða eina síðu enn og svo byrja að skrifa)
-Lagði mig (var of þreytt til að skrifa og það mundi örugglega ganga betur eftir smá lúr)
-Hannaði föt sem ég ætla að sauma í huganum
-Fór í bað (er svo illt í hálsinum eftir slagsmál helgarinnar (í vinnunni sko) og var viss um að heitt bað mundi laga það)
-Drakk stóran bolla af kaffi (hann mundi örugglega skerpa einbeitinguna)
-Vaskaði upp (ég get ekki lært í drasli)
-Sendi BN meil
-Setti í 2 vélar og hengdi upp
-Skoðaði alnetið aðeins betur og blogga snöggvast
-Planaði hvað ég ætla að gera við afganginn af deginum þegar ég verð búin að læra
Núna er ég á leiðinni að endurskipuleggja eldhúsið því Halli fékk sodastream tæki í afmælisgjöf og það þarf að búa til pláss fyrir það. Bráðnauðsynlegt að gera það akkúrat núna og ekki seinna!

Þetta er sumsé afkastamikill dagur í öllu öðru en lærdómi. Það hlýtur samt að reddast eins og venjulega...

4 comments:

Anonymous said...

vá hvað þú hefur náð að gera mikið fyrir hádegi!

Vildi að ég væri þó svo dugleg...

Guðlaug Björk said...

þetta sýnir hversu leiðinlegt og erfitt er að koma sér í lærdómsgírinn að maður gæti frekar halað niður og hlustað á heila plötu með James Blunt.

Anonymous said...

klukkan hvað vaknaðirðu eiginlega?!!!
Orðið á götunni er að nýji james blunt diskurinn sé lélegur

Guðlaug Björk said...

orðið á götunni er að James nokkur sé ekkert sérstakur yfir höfuð