Saturday, November 10, 2007

Hnífsdalur í máli og myndum

Ég er hrædd við Sæju, það er engin spurning, og tímalínan að renna út!!!

Í augnablikinu er ég stödd í stofunni á Bakkaveginum. Bakkavegurinn er í Hnífsdal. Hnífsdalur er á vestfjörðum. Hér er fallegt og rólegt og ég hef nýtt tímann og lesið svolítið í stjórnsýslu, nenni samt ekki meira núna og held ég glápi á imbann og prjóni það sem eftir er helgarinnar:D

Sumir segja að þetta sé fegursta útsýni Íslands, já og jafnvel heimsins! Ekki ætla ég að efast um það enda er sérlega fallegt að horfa yfir á Jökulfirðina og Hornstrandir:) Myndina tók ég reyndar í sumar en mig langaði bara svo að deila þessu með ykkur!






Í morgun fór ég út að leika með mágkonu minni, hún er hér fyrir neðan..
Halli og Simmi eru á veiðum. Í gær sáu þeir ekki neitt lifandi nema hvorn annan (og ekki ætla ég að éta þá í jólamatinn). Ég bind miklar vonir við daginn í dag, því það væri fátt jafn frábært og að gæða sér á rjúpu með pabba um jólin! Pabbi veiddi nefnilega eina síðustu helgi á 4 daga ferðalagi og hinir meðlimir fjölskyldunnar verða líklega að láta sér nægja önd eða svín eða einhvurskonar kjöt úr Hagkaupum.
Veiðimennirnir eru vel útbúnir og hér er langþráð mynd af kamóinu:
Það er fátt svalara en þessir tveir!;) Ætli það hafi samt ekki verið kamóið sem hræddi rjúpugreyin í burtu? Það fór eins og ég spáði, hér er snjór og gallinn er grænn! Núna er gaurinn sem seldi þeim gallana að hlægja sig máttlausa yfir kjánunum því hann hefur falið vetrarfelulitina inni á lager...

3 comments:

Sæja said...

Hahhaha þakka þér fyrir. Þessi færsla gladdi mig mjög.
Þið gætuð allt eins verið hér hjá mér enda um 20 rjúpur í garðinum en því miður eru þær þúsundir gæsa sem voru hér um daginn flognar burt.

Anonymous said...

d1öfull eru þeir hrikalega flottir!!! En vissulega kjánalegt kamó í snjó!

Anonymous said...

Mér finnst kamóinn vera sexí!