Tuesday, November 13, 2007

Jólamaturinn Friðgeir

Jólamaturinn er kominn í hús, hvítur og fagur og ég kalla hann Friðgeir:) Á sunnudaginn varð Simmi lasinn svo ég keyrði með Halla út í óbyggðir vestfjarða. Við röltum dágóða stund í gegnum birkikjarr og leituðum að rjúpu til að skjóta og síðar éta. Eftir að hafa elt spor og fundið fullt af rjúpuskít náði Halli Friðgeiri. Ég stóð örlítið framan við hann og til hliðar (þá Halla en ekki Friðgeir) og var að horfa eitthvað allt annað þegar hann hleypit af. Margir vita að ekki er erfitt að bregða mér og við skothvellinn brá mér svo svakalega að ég fór næstum að skæla! Halli hitti og við urðum svo að leita að fengnum..það var hægara sagt en gert. Ég fann hann svo liggjandi í snjónum og þar sem hann var svo friðsæll ákvað ég að nefna hann Friðgeir, veit ekki alveg hvernig verður að éta mat með nafni á jólunum.
Það runnu á mig tvær grímur þegar skyttan tilkynnti mér að ég þyrfti að bera bráðina til byggða, lét mig þó hafa það og hélt í lappirnar og horfði með sorg á blóðið renna úr gogginum:S

Bílferðin heim frá Ísafirði tók 9 og hálfan tíma með 2 stuttum stoppum! Veðurguðirnir ákváðu nefnilega að sýna okkur smávegis af öllu versta veðri landsins, það var óneitanlega gleðilegt og líklega sérstaklega fyrir Simma sem sat með magapest í framsætinu.

Hér er mynd af frænda Friðgeirs svo þið getið gert ykkur í hugarlund hvað ég mun borða um jólin. Mamma, Brynhildur og Hjalti hún er tileinkuð ykkur því þið hafið ekki enn fengið rjúpu merkta ykkur og þess vegna líklegt að við pabbi gæðum okkur á gómsætri villibráð á meðan þið snæðið önd eða eitthvað annað alikjöt:D

7 comments:

Anonymous said...

Glæsilegt !! Til hamingju Halli !

Ætli ég verði ekki að rífa í mig svín eða eitthvað álíka.

Annars er nágranninn alltaf með villibrað hangandi á húsinu sínu, hver veit nema ég fari í veiðiferð einhverja nóttina.

Steinunn said...

Já ég taldi þig ekki einu sinni upp því þú verður óralangt í burtu í veldi svínanna!:S

Anonymous said...

æi aumingja friðgeir. Maður á ekki að skýra matinn sem maður veiðir..hvernig geturu núna borðað Friðgeir. Mér finnst svolítið skrítið að rita þetta þar sem bróðir minn heitir nú Friðgeir og er mjög friðsæll maður.

Anonymous said...

Mér finnst Friðgeir ekki vera sætur í eigin persónu!!!

Sæja said...

Ég verð að vera sammála Birnu. Mér þótti ekkert svakalega gaman að sjá Friðgeir for real. Hann var eitthvað svo vesældarlegur þarna ískaldur, vafinn inn í poka með blóðblett á bringunni.

Anonymous said...

haha.. er halli búinn að vera að sýna gestum og gangandi meyjarfuglinn sinn?

Anonymous said...

Já það er hann svo sannarlega búin að gera. Ég var svo heppin að fá að halda á honum líkt og ungabarni og vaggaði honum ofurvarlega.