Monday, November 26, 2007

Babbidíbú



Brynhildur fjárfesti í forláta hlut í síðustu viku. Hann kostaði um 8 þúsund krónur og er glansandi fallegur, það var aðalsmerki lækna, nefnilega hlustunarpípa! Ég veit ekki hvort það sé hægt að kaupa sér nördalegri hlut..tjah jú nema náttúrulega veiðigalla í kamóflass;) Ég var hlustuð í bak og fyrir lungun og hjartað hljómar allt saman vel, hjúkket!




Ég fór í Ikea um helgina og verslaði fyrir fullt af peningum. Ekkert af því sem ég keypti vantaði mig en það skiptir ekki máli því gerfiþörfin var mikil. Mamma keypti jólagjöfina mína og Halla sem er hilla með glerhurð. Ég á hilluna en Halli hurðina en við megum því miður ekki setja stássið upp fyrr en 23 desember:( Það verður góður dagur og ég hlakka til að raða einhverju fallegu inn í skápinn.





Það styttist í jólin og það er bara vika eftir af skólanum! Þá byrja ég að vinna og verð að vinna flesta daga frá 6-13. Það er frekar ljúft að vera búin svona snemma í vinnunni og geta farið heim og bakað og tekið til og svona skemmtilegt:) Við Halli erum búin að panta far til Ísafjarðar 31. des og ætlum að vera þar eitthvað framyfir áramót sem verður án efa ljúft.

Um helgina fórum við Halli á rjúpnaveiðar hérna bara rétt utan við borgina (þó löglega langt í burtu held ég...). Við sáum ekki einn einasta fugl allan tímann þetta var síðasta helgi tímabilsins svo að Friðgeir verður einmana á jólaborðinu, étinn verður hann engu að síður! Þetta tímabil var líka bara svona æfing fyrir næsta þegar veitt verður ofan í alla fjölskylduna;)

No comments: