Tuesday, November 27, 2007

Er jólin garðinn ganga í, gettu hvað mig fer að langa í....

Það er margt sem maður lætur sig dreyma um í skammdeginu og verkefnavinnunni í lok annarinnar. Jólin fara að koma og ég hlakka mikið til að eyða peningum í sjálfa mig og aðra:D
Ég plana að kaupa mér gullskó sem þessa...

...já þeir eru ótrúlega fallegir! Ekki má vanta jólakjólinn, ég vil ekki kattarkvikyndið finni mig og þessi frá Oscar de la Renta fer mér án efa óendanlega vel! Hvar getur maður verslað svona hátísku á Íslandi?


Stundum langar mig í bíl, sérstaklega þegar ég þarf að drösla mér í Laugar eldsnemma á morgnana í skítaveðri. Ég er ekki mikil bílamanneskja en Audi hefur mér alltaf þótt fallegur og þessi hér er líka svo fallega blár, ég mundi sko ekki slá hendinni á móti honum! Spurning um að tékka á 100% lánum hjá bönkunum...


Ég er að reyna að bæta mig í lestri, er orðin svo fjandi léleg í stafsetningu að það er sorglegt. Mér finnst líka yndislegt að lesa og það gæti verið nauðsynlegt fyrir mig að iðka það meira þar sem að SMÁÍS er á móti mér (tjah allavega vilja ekki að ég dl miklu hratt og örugglega!) OG þáttaskrifendur eru í verkfalli í Ameríkunni!! Ég er afar spennt fyrir þessari bók en tími reyndar ekki að kaupa hana fyrir jól því ég er að vona að hún felist í jólapakkanum, á íslensku eða ensku:D



Þar sem ég fæ fallegan glerskáp í jólagjöf þá vantar mig eitthvað fallegt inn í hann. Ég er einstaklega hrifin af öllu sem er litríkt eða er með glimmeri;) Þessi glös eru held ég bara fallegasti borðbúnaður sem ég hef augum litið. Sjáið hvað þau eru yndislega skrautleg þegar litunum er blandað svona saman! Held ég byrji að safna þeim barasta!
Nú er bara að vona að peningarnir fari að streyma óvænt inn á reikninginn minn...það væri þá ekki í fyrsta skipti;)

5 comments:

Unknown said...

Hvar fékkstu mynd af kjólnum mínum?

Steinunn said...

Berglind ef þú átt svona kjól þá kem ég og næ í hann! Mig verkjar í hjartað mig langar svo í eitt stykki!!!

Anonymous said...

Hei hei plís segðu mér að þáttaskrifendur Grey´s og private practice hafi verið búinir að skrifa seríurnar sem nú eru í sínungu til enda plís plís plís..annars æli ég yfir öll skólaverkefnin mín áður en ég sendi þau frá mér

Sæja said...

Tvö blogg á tveimur dögum. Það er greinilegt að þú ert í verkefnavinnu:)

Sæja said...

og svona þér að segja get ég lánað þér Þúsund bjartar sólir á engilsaxnesku þegar ég hef endurheimt hana.