Sunday, September 16, 2007

Glóðarauga

Já það er fátt svalara en að vera með sjáanlega marbletti eftir erfiðar æfingar. Ég var svo heppinn síðasta miðvikudag að fá hæl í andlitið á Jiu jitsu æfingu, hann fór rétt við augað á mér og ég vonaði sannarlega að fá glæsilegt glóðarauga sem ég gæti verið stolt af. Í staðinn fékk ég mar rétt fyrir neðan augað sem lítur út fyrir að vera maskaraklíningur og fólk hefur verið duglegt að segja mér að þurrka mér í framan.
Mér hefur samt sjaldan liðið jafn vel í ræktinni og núna. Alveg sérstaklega hörð með mar í andliti og á öxlunum að lyfta með öllum hinum buffunum;)
Hér sjáið þið dýrðina:

3 comments:

Anonymous said...

Líst vel á þessa fínu bleiku síðu... mjög smart!!! ;)
Sé þig á morgun ljúfan!
Kveðja blindfulli beilarinn!

Anonymous said...

Þetta er bara smart!!

Anonymous said...

iss glóðaraugað sem ég fékk í fyrrasumar var betra!!