Monday, September 17, 2007

Forritun barna.

Þessi maður gaf mér og bekkjarsystrum mínum nafnspjaldið sitt í Hafnarfirði um daginn. Hann sagði okkur að hann hefði fundið upp á bestu þroskaþjálfunaraðferðinni sem felst í forritun barna. Hann á börn sem hann hefur forritað og þau eru fluggáfuð. Ég skoðaði síðuna og hans og það er klárlega mikið vit í því sem hann hefur að segja. Hann sagði okkur þó að hann vildi ekki segja of mikið á síðunni svo fólk fari ekki að misnota þetta og búa til snillinga sem síðan nota snilli sína til að búa til hættuleg vopn. Skiljanlega.

4 comments:

Anonymous said...

Mér finnst ég skynja smá öfund að þinni hálfu..

..það eru bara ekki allir svo klárir að þeir geti komið upp með sitt eigið meðferðarúrræði!

Gísli rokkar!

Anonymous said...

hefur gísli heyrt um skinner? þessi hugmynd er pínu stolin..

Anonymous said...

Tærnar á Skinner ná ekki þangað sem hælarnir á Gísla eru!

Anonymous said...

WTF!?