Já ég er sko dugleg í dag! Vaknaði 6 og fór að hlaupa með Halla, formataði tölvuna mína og er búin að lesa heilan helling fyrir skólann! Já og ég horfði líka á Dr Phil:)
Ég hlakka mikið til að fara með tölvuna mína á morgun og láta nettengja hana í skólanum, þá get ég skoðað alnetið og spjallað á msn í fyrirlestrum eins og allir hinir! Hver þarf að læra?!?
Bókin sem ég las í morgun heitir Gæfuspor eftir Gunnar Hersvein og er þvílíkur gleðigjafi. Hér eru nokkur "kvót" úr henni:
Um hreinskilni, full dramatískt fyrir minn smekk! "Hann (hinn heiðarlegi) kyssir þann sem hann elskar og afhjúpar ást sína án þess að hafa reiknað út viðbrögðin. Hann er einlægur. Koss bragðarefsins á hinn bóginn er eins og koss Júdasar, hann getur verið forboði dauðans. Enginn veit hvað kossinn merkir fyrr en eftir á."
Um hugarvíl, frekar dramatískt líka.. "Leggist á þungbúinn glugga sálarinnar og lýsið inn með vasaljósi skilningsins: Sjá! Kattaraugu leyndardómanna glitra enn."
Höfundinum finnst semsagt mjög gaman að skrifa dramatískar lýsingar, og er nánast allur textinn þannig að oft skellti ég uppúr við lesninguna:) Tek þó fram að margt sem hann segir "meikar sens" og er vert umhugsunarefni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Lífið er hlaðið safaríkum ávöxtum, kovettnisríkri fæðu og tækifæra til að safna forða fyrir sál og líkama
kv Gulla
Hehe einmitt! Mjög gott innlegg:)
Post a Comment