Friday, May 30, 2008

Could I have a cup of tea with this biscuit darling?

(Titill færslunnar skal lesinn með upperclassoldbritishlady-hreim)

London í næstu viku újé! Fer með Sæju og Jóhönnu, hef reynt að fá Gullu til að koma með en hún vill ekki! Við verðum í íbúð Hlínar frænku og Billa (sem eiga þessa heimasíðu án minnar vitundar þar til í gær!) og ég fékk lyklana í gær ásamt leiðbeiningum og ábendingum um góða staði í borginni:) Get ekki beðið eftir að versla, borða, labba, skoða, tala úglensku, sóla, sofa, fljúga, lesta, spúna og fleira. (Já stúlkur ég býst við miklu og góðu kúri...)

Þegar við komum heim byrja ég svo í sumarvinnunni minni og það verður gaman að hitta krakkana "mína" aftur:) 
James Blunt tónleikarnir eru í sömu viku og síðan útskriftin mín 14. júní! Þá verð ég loksins svöl með B.A. gráðu.
Er búin að fá vetrarvinnu í Salaskóla og Gulla verður þar líka! Vona að við verðum ekki farnar að berja hvora aðra í nóvember ca. eftir heilt sumar saman í 2 vinnum og síðan samvinnu í Salaskóla...þá held ég að ég verði að byrja aftur í einhverri bardagaíþrótt...

Farin að horfa á annan besta HIMYM þáttinn - Sandcastles in the sand

Friday, May 16, 2008

Hvar fór ég úr fötunum?

Hvert í fjandanum ætli kjólinn minn sé horfinn?? Ég var í honum á þriðjudaginn fyrir viku og hef ekki séð hann síðan, búin að leita allsstaðar hér heima! Þetta er allt hið undarlegasta mál og kemur ekki mjög vel út fyrir mig...ég er viss um að ég hafi ekki komið heim bara á leggings og hlýrabol!
Svona lítur kjóllinn út ef þið skylduð sjá hann einhversstaðar;)

Kannski finnst Halla hann bara ljótur og hefur hent honum. Ef ég kemst að því þýðir það stríð! Ætli kamógallinn verði þá ekki næstur! Múhahaha

Sunday, May 11, 2008

Námsvikan mikla

Skemmtileg vika að baki í norrænu samstarfi í skólanum. Skemmti mér gífurlega vel með Dönum og Grænlendingum og ekki laust við söknuð eftir brottför þeirra af klakanum.
Lærði margt þessa viku t.d. að:
-Danska er erfið, sérstaklega þegar maður ætlar að vera gáfaður og faglegur
-Piparmyntulíkjör í spræt er ekki kominn til að vera
-Ég skil ekki kaldhæðni á erlendum tungumálum
-Við Íslendingar erum ótrúlega langt komin í málefnum fatlaðra
-Þroskaþjálfar eru nauðsynlegir
-Ég get troðið mér í skó af Gullu
-Víkingahjálmur úr plasti fer mér vel
-Ef dagsskráin er léleg þá á að fara með sjónvarpið og kasta því í Kerið (allavega hefur einhverjum þótt það góð hugmynd...)
-Danir geta verið sérlega skemmtilegir djammfélagar
-Ekki allir Grænlendingar eru fyllibyttur
-Gulla á það til að "spúna"
-Nágrannar fíla ekki partý á þriðjudögum
-Ég á það til að fara í félagslegan baklás

Ahh bara að vikan gæti endurtekið sig, það væri yndislegt. Hér erum við Gulla hressar að vanda með dönsku bræðrunum Morten og Mads:)

Thursday, May 1, 2008

Búin með B.A.!!

Jáh í dag kláruðum við Jóhanna mín ritgerðina! Sendum pabba hana í síðustu yfirferð og ég er viss um að í þetta skiptið sé hún fullkomin...það er allavega eins gott því ég veit orðið allt of mikið um heimili fyrir börn og allt í kringum það, komin með hálfgert ógeð af eigin meistarastykki!
Fyrirlesturinn heppnaðist svona líka vel, mér var reyndar sagt af mörgum að ég hefði verið svolítið reið við flutninginn, sem var fullkomlega óvart, en það er kannski allt í lagi efnisins vegna.
Ég held reyndar að ég geri það svolítið mikið að vera óvart reið eða hvöss þegar ég ætla það alls ekki, ég er oft spurð afhverju ég sé pirruð þegar það á ekki við eða afhverju ég setti upp einhvern svip sem ég hef ekki hugmynd um að ég hafði á fésinu... Sumir hafa líka viðurkennt fyrir mér að hafa verið hræddir við mig við fyrstu kynni! Ég sem er ljúf eins og lamb og góð við flesta;)
Hver er hræddur við þetta ljúfa og fagra andlit????