Tuesday, April 22, 2008

Styrjöld í Bólstaðarhlíðinni

Stríðið er hafið! Ég sá fyrsta óvin ársins fljúgandi fyrir utan Kennó, í gulum og svörtum hergalla, hressan og til í allt:S Nú verða gluggar ekki opnaðir aftur fyrr en í október og ekki hangið úti að óþörfu...

Ef óvinirnir væru allir jafn sætir og þessi...

5 comments:

Anonymous said...

Ég var einmitt að lesa um mann hérna í Danmörku sem lenti í því að geitungur eyðilagði líf hans. Það byrjaði allt á því að geitungurinn beit af honum hægri höndina, upp frá því misti hann vinnuna, konan fór frá honum, börnin vildu ekki tala við og svo framvegis. Þannig að það er alls ekki of mikil varúðarrástöfun að loka sig inni næstu mánuðina.

Steinunn said...

Ég hef einmitt heyrt nokkrar svona sögur, hvernig á ég líka að vita hvort flugan sé "saklaus" býfluga eða ógeðslega japanska flugan sem er á stærð við þumal? Maður fer aldrei of varlega!

Guðlaug Björk said...

vá hvað verður gaman að vinna með þér í sumar. Ég skal koma með fullt af tissjúi fyrir þig lilla

Anonymous said...

tissjúi?

Guðlaug Björk said...

já tissjú til að þerra tárin þegar hún sér pínulítið kvikindi í röndóttum hergalla með vængi