Ég sit inni á bókasafni að reyna að drösla af nokkrum verkefnum sem ég hef frestað allt of lengi. Það er eitthvað við bókasafnsloftið sem gerir mann þyrstan og fyllir mann af þreytu og óþreygju (Er það skrifað svona?). Verkefnin ganga því hægt á milli vatnsdrykkju og endurskipulagningu á playlista...
Á morgun klárast vettvangsnámið og þá tekur við enn meiri verkefnavinna, B.A. verkefnið skrifar sig víst ekki sjálft. Svolítið stress er að hreiðra sig um í maganum á mér fyrir fyrirlestrinum sem ég á að halda um verkefnið 28. apríl og líka fyrir erindinu sem ég flyt á dönsku í byrjun maí...þá mun ég líklega njóta góðs af allri dönskunni sem ég hef hlustað á í samræðum við Heidi mágkonu:D
Á morgun ætla ég að kaupa miða á James Blunt. Ég veit að það finnst fólki ekki endilega mjög svalt, sérstaklega ekki að borga tíu þúsundkall til að sjá manninn! En hann syngur bara svo falleg lög og á fallega rödd. Ég viðurkenni samt að ég mundi alveg mikið vilja að Coldplay eða Muse, tjah eða Decemberists væru að koma en maður tekur því sem maður fær, betlarar geta ekki verið veljarar...
Það er að frétta af Halla að honum hefur nú tekist að klára teninginn sem kenndur er við töfra á innan við 2 mínútum! Siliconið sem hann spreyjaði hann með til að gera hann liprari og sérpöntuðu vínyllímmiðarnir hjálpuðu líklega mikið til við bættan tíma. (Og já nei þetta með spreyið og límmiðana er ekki grín...)
Leikhús í kvöld á Þann ljóta, hef grun um að það verði frábær skemmtun!:D
Góðar stundir
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ekkert g Steinunn, EKKERT G!
-> Óþreyju <-
Hahahahaha.. Halli er svo svalur og svo mikið nörd bæði í einu !
ég leyfi mér að efast um það fyrra atli..
Post a Comment