Sunday, April 27, 2008

Ýmislegt

Jæja þá er komið að því! Á morgun kl u.þ.b. 11, mun ég kynna lokaverkefnið mitt um heimili fyrir börn í fyrirlestrarsal Kennaraháskólans. Þegar það verður búið þá á ég bara viku eftir af skólanum mínum! Það verður frekar ljúft að fá eins árs frí frá skóla en á næsta ári stefni ég á að fara til Boston að læra atferlisgreiningu:D
Ég er semsagt núna í miklu stressi að reyna að undirbúa mig sem best fyrir málþingið og þá er fátt betra en að hanga á facebook og bloggum;)

Ef einhver veit um íbúð sem ég get leigt eða bíl sem ég get keypt þá má hinn sami láta mig vita!

Í morgun benti Hjalti litli bróðir mér á próf á síðu SÁÁ. Þessi próf láta mann vita hvort maður þjáist af áfengissýki eða ekki. Þrjú af 4 prófum sögðu mér að ég væri alki og ég yrði að leita mér hjálpar svo ekki yrðu af því alvarlegar afleiðingar (Óli kannski hafðiru rétt fyrir þér?). Þetta eina próf sem sagði að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa er samt klárlega áreiðanlegast, það vorum við Særún allavega sammála um;) Sumar spurningarnar voru líka ósanngjarnar eins og hvort maður geti drukkið 5 bjóra án þess að "sofna"...þekki engann sem getur það ekki...(gott að vera alki í afneitun hehe).
Hér eru prófin, þið getið athugað hvort þið komið með mér, Hjalta og Sæju í hópmeðferð.

7 comments:

Anonymous said...

Gangi þér vel með fyrirlesturinn :) Btw, þessi SAA próf eru léleg, það er ekkert til að haka við ef maður er farinn að borða mat sem er eldaður og/eða framleiddur með bjór, það ætti að vera ansi hátt rate-að á þessum alka-sjálfs-prófum! :)

Anonymous said...

Hahaha, ég fékk í öllum prófunum

"Af svörunum að dæma getur viðkomandi verið róleg(ur) því áfengisneyslan er eðlileg."

NEMA í einu prófinu, þar svaraði ég einungis þessari spurningu játandi:

"Getur þú drukkið 5 drykki eða fleiri án þess að sofna eða deyja áfengisdauða? Merktu við ef svar þitt er já ( 5 drykkir eru 5 barskammtar( sjússar)af sterku áfengi eða 5 vínglös eða bjórglös ( 0,4 l)?"

og fékk þessa útkomu:

"Af svörunum að dæma er viðkomandi alkóhólisti. Útkoman bendir til áfengissýki og er það mjög alvarlegt mál ef ekkert er að gert.
Leita skyldi til fagfólks með sérþekkingu á þessu sviði, hjá SÁÁ eða öðrum sem hafa slíka þekkingu."

Steinunn said...

hehe einmitt...Óli skemmdi ansi mikið fyrir mér í þessum prófum með því að vera með áhyggjur af drykkjunni minni, þar með neyðist ég til að svara þeirri spurningu játandi!

Helgi? Helgi Skúli? Takktakk:)

Anonymous said...

Prófum kemur ekki saman um að ég sé alki, en ég held að ég sé allavega ekkert að fara að leita mér hjálpar. Þessi spurning fanst mér skemtilegt: "Hefur vinur eða ættingi einhvern tíma sagt þér frá einhverju sem þú hefur sagt eða gert drukkin(n) en þú manst ekki eftir?" NEI aldrei gerst!!!

Steinunn said...

Hehe nákvæmlega...

Anonymous said...

Hahahaha.. lítur út fyrir að ég joini í meðferðina! Eigum við ekki bara að skella okkur í sumar? sumar í sveitinni..

Steinunn said...

Gaman að fara svona systkinaferð! Þetta gæti jafnvel orðið fjölskylduferð...fáum mömmu og pabba til að taka prófin hehe