Monday, December 3, 2007

Steinunn verður stór

Í dag ákvað ég að það væri tími til að fullorðnast. Ég keypti væmnasta kaffið sem Halli gat bent mér á, kaffirjóma, 70% súkkulaði og oggulitla og sæta pressukönnu. Já ég ákvað að byrja að drekka kaffi! Ástæðan var meðal annars sú að ég sá fram á að þurfa að læra aðeins fram á kvöld og það væri líklega gott að hafa eitthvað örlítið örvandi með því. Kaffið drakk ég, alveg næstum heilan bolla og fannst ágætt, allavega drekkandi. Ég hef líka setið við lærdóm og haldið einbeitingunni þangað til núna að verða 10! Yfirleitt gefst ég upp um 3 leitið á daginn...
Nú er ekki langt í þann draum að strunsa um bæinn með "teikavei" kaffi í dragt, það er eitthvað undarlega svalt við það. Kannski samt ólíklegt að þroskaþjálfinn verði mikið í drögtum en það er aldrei að vita nema það sé hægt að framkvæma á sunnudögum svona til spari...
Ég vil þó koma því á framfæri að þó ég sé komin í fullorðinna manna tölu þá vil ég alls ekki láta kalla mig konu, það gerist þegar ég verð 35 ára;)

Vil benda ykkur á þessa síðu. Hún fjallar um fólk sem hefur verið "upptekið" af geimverum og hefur fundið frábæra leið til þess að koma í vegfyrir að það lendi í því aftur. Ef þið kíkið á linkana til vinstri er hægt að finna mynd af ósvikinni geimveru!!!

8 comments:

Anonymous said...

Hahahah .. að sjá þig þrammandi í dragt með teikavei kaffi tel ég jafn líklegt og að Finnland vinni júróvísjón ... hmmm.

Steinunn said...

Heyyy áts! *kramdir draumar*

Sæja said...

Mér finnst þetta skemmtilegt. Við getum þá rölt saman með kaffið okkar. Annars eru draumar þínir ekkert kramdir, Finnland er nýbúið að vinna Júróvisión, reyndar ekki líklegt að þeir vinni næstu áratugina en hvað um það.
Þú ert töff.

Anonymous said...

Það er alveg á sig leggjandi að fara í dragt í vinnuna einu sinni og einu sinni til að halda lookinu með kaffið :)

Anonymous said...

mig langar frekar bara að vera í kápu með alpahúfu og take away kaffi. Myndi bara sulla á mig ef ég væri á harðaspretti í drakt og ef ég tala ekki um háhælaða skó til að toppa dragtina.
Ég veifa ykkur Sæju bara yfir götuna meðan ég röllti og þið strunsið framhjá með kaffið ykkar að flíta ykkur á ráðstefnu um málefni fatlaðra

Anonymous said...

Átti ekki að bjóða mér kaffi :O
Ég þrái það jafn heitt og þú að geta verið kúl og artí með teikavei kaffibolla í strætó!

Steinunn said...

já Birna þú verður bara að koma í heimsókn og fá þér kaffi og súkkulaði:D Morgundagurinn er mjög góður...
Gaman að plana svona á blogginu, ég er orðin hundleið á símum og msn!;)

Anonymous said...

Ég kem í morgunkaffi.. eða síðdegis- eða kvöldkaffi!

..nú erum við artí og notum hvorki síma né msn!