Ég plana að kaupa mér gullskó sem þessa...


Stundum langar mig í bíl, sérstaklega þegar ég þarf að drösla mér í Laugar eldsnemma á morgnana í skítaveðri. Ég er ekki mikil bílamanneskja en Audi hefur mér alltaf þótt fallegur og þessi hér er líka svo fallega blár, ég mundi sko ekki slá hendinni á móti honum! Spurning um að tékka á 100% lánum hjá bönkunum...

Ég er að reyna að bæta mig í lestri, er orðin svo fjandi léleg í stafsetningu að það er sorglegt. Mér finnst líka yndislegt að lesa og það gæti verið nauðsynlegt fyrir mig að iðka það meira þar sem að SMÁÍS er á móti mér (tjah allavega vilja ekki að ég dl miklu hratt og örugglega!) OG þáttaskrifendur eru í verkfalli í Ameríkunni!! Ég er afar spennt fyrir þessari bók en tími reyndar ekki að kaupa hana fyrir jól því ég er að vona að hún felist í jólapakkanum, á íslensku eða ensku:D

Þar sem ég fæ fallegan glerskáp í jólagjöf þá vantar mig eitthvað fallegt inn í hann. Ég er einstaklega hrifin af öllu sem er litríkt eða er með glimmeri;) Þessi glös eru held ég bara fallegasti borðbúnaður sem ég hef augum litið. Sjáið hvað þau eru yndislega skrautleg þegar litunum er blandað svona saman! Held ég byrji að safna þeim barasta!
