Það er margt sem maður lætur sig dreyma um í skammdeginu og verkefnavinnunni í lok annarinnar. Jólin fara að koma og ég hlakka mikið til að eyða peningum í sjálfa mig og aðra:D
Ég plana að kaupa mér gullskó sem þessa...
...já þeir eru ótrúlega fallegir! Ekki má vanta jólakjólinn, ég vil ekki kattarkvikyndið finni mig og þessi frá Oscar de la Renta fer mér án efa óendanlega vel! Hvar getur maður verslað svona hátísku á Íslandi?
Stundum langar mig í bíl, sérstaklega þegar ég þarf að drösla mér í Laugar eldsnemma á morgnana í skítaveðri. Ég er ekki mikil bílamanneskja en Audi hefur mér alltaf þótt fallegur og þessi hér er líka svo fallega blár, ég mundi sko ekki slá hendinni á móti honum! Spurning um að tékka á 100% lánum hjá bönkunum...
Ég er að reyna að bæta mig í lestri, er orðin svo fjandi léleg í stafsetningu að það er sorglegt. Mér finnst líka yndislegt að lesa og það gæti verið nauðsynlegt fyrir mig að iðka það meira þar sem að SMÁÍS er á móti mér (tjah allavega vilja ekki að ég dl miklu hratt og örugglega!) OG þáttaskrifendur eru í verkfalli í Ameríkunni!! Ég er afar spennt fyrir þessari bók en tími reyndar ekki að kaupa hana fyrir jól því ég er að vona að hún felist í jólapakkanum, á íslensku eða ensku:D
Þar sem ég fæ fallegan glerskáp í jólagjöf þá vantar mig eitthvað fallegt inn í hann. Ég er einstaklega hrifin af öllu sem er litríkt eða er með glimmeri;) Þessi glös eru held ég bara fallegasti borðbúnaður sem ég hef augum litið. Sjáið hvað þau eru yndislega skrautleg þegar litunum er blandað svona saman! Held ég byrji að safna þeim barasta!
Nú er bara að vona að peningarnir fari að streyma óvænt inn á reikninginn minn...það væri þá ekki í fyrsta skipti;)
Tuesday, November 27, 2007
Monday, November 26, 2007
Babbidíbú
Brynhildur fjárfesti í forláta hlut í síðustu viku. Hann kostaði um 8 þúsund krónur og er glansandi fallegur, það var aðalsmerki lækna, nefnilega hlustunarpípa! Ég veit ekki hvort það sé hægt að kaupa sér nördalegri hlut..tjah jú nema náttúrulega veiðigalla í kamóflass;) Ég var hlustuð í bak og fyrir lungun og hjartað hljómar allt saman vel, hjúkket!
Ég fór í Ikea um helgina og verslaði fyrir fullt af peningum. Ekkert af því sem ég keypti vantaði mig en það skiptir ekki máli því gerfiþörfin var mikil. Mamma keypti jólagjöfina mína og Halla sem er hilla með glerhurð. Ég á hilluna en Halli hurðina en við megum því miður ekki setja stássið upp fyrr en 23 desember:( Það verður góður dagur og ég hlakka til að raða einhverju fallegu inn í skápinn.
Það styttist í jólin og það er bara vika eftir af skólanum! Þá byrja ég að vinna og verð að vinna flesta daga frá 6-13. Það er frekar ljúft að vera búin svona snemma í vinnunni og geta farið heim og bakað og tekið til og svona skemmtilegt:) Við Halli erum búin að panta far til Ísafjarðar 31. des og ætlum að vera þar eitthvað framyfir áramót sem verður án efa ljúft.
Um helgina fórum við Halli á rjúpnaveiðar hérna bara rétt utan við borgina (þó löglega langt í burtu held ég...). Við sáum ekki einn einasta fugl allan tímann þetta var síðasta helgi tímabilsins svo að Friðgeir verður einmana á jólaborðinu, étinn verður hann engu að síður! Þetta tímabil var líka bara svona æfing fyrir næsta þegar veitt verður ofan í alla fjölskylduna;)
Tuesday, November 13, 2007
Jólamaturinn Friðgeir
Jólamaturinn er kominn í hús, hvítur og fagur og ég kalla hann Friðgeir:) Á sunnudaginn varð Simmi lasinn svo ég keyrði með Halla út í óbyggðir vestfjarða. Við röltum dágóða stund í gegnum birkikjarr og leituðum að rjúpu til að skjóta og síðar éta. Eftir að hafa elt spor og fundið fullt af rjúpuskít náði Halli Friðgeiri. Ég stóð örlítið framan við hann og til hliðar (þá Halla en ekki Friðgeir) og var að horfa eitthvað allt annað þegar hann hleypit af. Margir vita að ekki er erfitt að bregða mér og við skothvellinn brá mér svo svakalega að ég fór næstum að skæla! Halli hitti og við urðum svo að leita að fengnum..það var hægara sagt en gert. Ég fann hann svo liggjandi í snjónum og þar sem hann var svo friðsæll ákvað ég að nefna hann Friðgeir, veit ekki alveg hvernig verður að éta mat með nafni á jólunum.
Það runnu á mig tvær grímur þegar skyttan tilkynnti mér að ég þyrfti að bera bráðina til byggða, lét mig þó hafa það og hélt í lappirnar og horfði með sorg á blóðið renna úr gogginum:S
Bílferðin heim frá Ísafirði tók 9 og hálfan tíma með 2 stuttum stoppum! Veðurguðirnir ákváðu nefnilega að sýna okkur smávegis af öllu versta veðri landsins, það var óneitanlega gleðilegt og líklega sérstaklega fyrir Simma sem sat með magapest í framsætinu.
Hér er mynd af frænda Friðgeirs svo þið getið gert ykkur í hugarlund hvað ég mun borða um jólin. Mamma, Brynhildur og Hjalti hún er tileinkuð ykkur því þið hafið ekki enn fengið rjúpu merkta ykkur og þess vegna líklegt að við pabbi gæðum okkur á gómsætri villibráð á meðan þið snæðið önd eða eitthvað annað alikjöt:D
Það runnu á mig tvær grímur þegar skyttan tilkynnti mér að ég þyrfti að bera bráðina til byggða, lét mig þó hafa það og hélt í lappirnar og horfði með sorg á blóðið renna úr gogginum:S
Bílferðin heim frá Ísafirði tók 9 og hálfan tíma með 2 stuttum stoppum! Veðurguðirnir ákváðu nefnilega að sýna okkur smávegis af öllu versta veðri landsins, það var óneitanlega gleðilegt og líklega sérstaklega fyrir Simma sem sat með magapest í framsætinu.
Hér er mynd af frænda Friðgeirs svo þið getið gert ykkur í hugarlund hvað ég mun borða um jólin. Mamma, Brynhildur og Hjalti hún er tileinkuð ykkur því þið hafið ekki enn fengið rjúpu merkta ykkur og þess vegna líklegt að við pabbi gæðum okkur á gómsætri villibráð á meðan þið snæðið önd eða eitthvað annað alikjöt:D
Saturday, November 10, 2007
Hnífsdalur í máli og myndum
Ég er hrædd við Sæju, það er engin spurning, og tímalínan að renna út!!!
Í augnablikinu er ég stödd í stofunni á Bakkaveginum. Bakkavegurinn er í Hnífsdal. Hnífsdalur er á vestfjörðum. Hér er fallegt og rólegt og ég hef nýtt tímann og lesið svolítið í stjórnsýslu, nenni samt ekki meira núna og held ég glápi á imbann og prjóni það sem eftir er helgarinnar:D
Sumir segja að þetta sé fegursta útsýni Íslands, já og jafnvel heimsins! Ekki ætla ég að efast um það enda er sérlega fallegt að horfa yfir á Jökulfirðina og Hornstrandir:) Myndina tók ég reyndar í sumar en mig langaði bara svo að deila þessu með ykkur!
Í morgun fór ég út að leika með mágkonu minni, hún er hér fyrir neðan..
Halli og Simmi eru á veiðum. Í gær sáu þeir ekki neitt lifandi nema hvorn annan (og ekki ætla ég að éta þá í jólamatinn). Ég bind miklar vonir við daginn í dag, því það væri fátt jafn frábært og að gæða sér á rjúpu með pabba um jólin! Pabbi veiddi nefnilega eina síðustu helgi á 4 daga ferðalagi og hinir meðlimir fjölskyldunnar verða líklega að láta sér nægja önd eða svín eða einhvurskonar kjöt úr Hagkaupum.
Veiðimennirnir eru vel útbúnir og hér er langþráð mynd af kamóinu:
Það er fátt svalara en þessir tveir!;) Ætli það hafi samt ekki verið kamóið sem hræddi rjúpugreyin í burtu? Það fór eins og ég spáði, hér er snjór og gallinn er grænn! Núna er gaurinn sem seldi þeim gallana að hlægja sig máttlausa yfir kjánunum því hann hefur falið vetrarfelulitina inni á lager...
Í augnablikinu er ég stödd í stofunni á Bakkaveginum. Bakkavegurinn er í Hnífsdal. Hnífsdalur er á vestfjörðum. Hér er fallegt og rólegt og ég hef nýtt tímann og lesið svolítið í stjórnsýslu, nenni samt ekki meira núna og held ég glápi á imbann og prjóni það sem eftir er helgarinnar:D
Sumir segja að þetta sé fegursta útsýni Íslands, já og jafnvel heimsins! Ekki ætla ég að efast um það enda er sérlega fallegt að horfa yfir á Jökulfirðina og Hornstrandir:) Myndina tók ég reyndar í sumar en mig langaði bara svo að deila þessu með ykkur!
Í morgun fór ég út að leika með mágkonu minni, hún er hér fyrir neðan..
Halli og Simmi eru á veiðum. Í gær sáu þeir ekki neitt lifandi nema hvorn annan (og ekki ætla ég að éta þá í jólamatinn). Ég bind miklar vonir við daginn í dag, því það væri fátt jafn frábært og að gæða sér á rjúpu með pabba um jólin! Pabbi veiddi nefnilega eina síðustu helgi á 4 daga ferðalagi og hinir meðlimir fjölskyldunnar verða líklega að láta sér nægja önd eða svín eða einhvurskonar kjöt úr Hagkaupum.
Veiðimennirnir eru vel útbúnir og hér er langþráð mynd af kamóinu:
Það er fátt svalara en þessir tveir!;) Ætli það hafi samt ekki verið kamóið sem hræddi rjúpugreyin í burtu? Það fór eins og ég spáði, hér er snjór og gallinn er grænn! Núna er gaurinn sem seldi þeim gallana að hlægja sig máttlausa yfir kjánunum því hann hefur falið vetrarfelulitina inni á lager...
Subscribe to:
Posts (Atom)