Sjáið þetta fallega fólk. Þetta eru Nikolaj og Julie, þau eru dönsk og það er mikið drama í lífinu þeirra og lífi fólksins í kringum þau. Það er yndislegt!:) Ég varð nefnilega svo menningarleg í Danmörk að ég keypti mér alla þættina, og já þeir eru á dönsku. Það getur verið gott að hvíla sig aðeins á amerískunni þó ég hafi verið ansi glöð að það eru allavegana danskir textar á þáttunum.

Halli fór í stærstu verslunarferð lífs síns síðasta föstudag. Afraksturinn voru ljótustu föt sem ég hef séð á ævi minni, að meðtöldum öllum fötum 80's tímabilsins! Fötin eru ætluð til þess að gabba gæsir, rjúpur og aðra fugla sem verða svo óheppnir að verða á vegi hans og Simma þegar þeir fara á veiðar. Það sem þeir hugsuðu ekki út í er að það snjóar gjarnar uppi á fjöllum á Íslandi, það verður erfitt að fela sig í snjónum í dökkgrænum galla...
Ég á því miður ekki mynd af herlegheitunum en ég er viss um að Halli sé til í að fara í búninginn fyrir myndatöku. Myndin kemur því í vikunni;)