Saturday, September 27, 2008

Pabbi

Þetta er pabbi minn, virðulegi skólastjórinn og bæjarfulltrúinn enn einn daginn í vinnunni:) Af honum er ég stolt!

Monday, September 8, 2008

Rökrétt fóbía?

Ég vissi að niðurfallafóbían mín væri ekki algjör kjánaskapur! Tékkið á þessu...

Wednesday, September 3, 2008

Devil Sheep

Bwahahaha tékkið á þessu í boði Hjalta Karls sem sýnir mér svona vitleysu;)

Monday, September 1, 2008

Hvað skal éta?

Eftir að vera búin að hanga lasin uppi í rúmi alltof lengi er ég orðin svöng. Þar sem við Jóhanna vinnum báðar þokkalega mikið og fáum að borða í vinnunum eldum við afar sjaldan, veitingastaðir eins og Santa Maria og Eldsmiðjan halda okkur uppi þá daga sem við viljum borða kvöldmat heima;)
Innihald ísskápsins er því heldur fátæklegt, og sérstaklega þessa stundina þar sem ég hef ekki nennt í Bónus síðan Jóa fór út. Valið stendur því á milli fetaosts, ólífa, mismunandi majónessósa, kóks og bjórs. Veit ekki alveg hvað ég get mixað úr því, finnst það lítið spennandi...
Við eigum reyndar líka þónokkuð af prinspólói (sem Hjalti og félagar eru reyndar næstum búnir með) og ég held ég fái mér bara eitt slíkt og fari síðan í Bónus á eftir þrátt fyrir veikindin!

Friday, August 22, 2008

Lífið á Fjólugötunni...

...er gott:)
Það er gott að :
-búa með Jóhönnu og Rósu tík
-þurfa að labba stutt í bæinn
-búa rétt hjá Elínu vinnufélögu
-elda aldrei heima (er reyndar að verða þreytt)
-búa í fínni íbúð
-hafa afnot af bíl
Margt annað er líka gott, man það bara ekki alveg í augnablikinu, enda að reyna að horfa á bíómynd um leið og ég skrifa...

Í sumar höfum við stöllur skemmt okkur mikið á ýmsan máta og það hefur verið misviðburðarríkt. Ég sem ætlaði að fara svo mikið í ferðalög í sumar hef varla farið út fyrir 101 nema rétt til að kíkja í vinnuna, enda er náttúran í Hljómskálagarðinum þvílík að það er óþarfi að fara lengra til að njóta hennar.
101 er samt ekkert hverfi til að gera grín að, hér var kveikt í bíl, bara við húsið fyrir neðan okkur og aumingja nágrannar okkar Ingibjörg og Jón Ásgeir lentu í því að einhver krimmi rændi 9 gaskútum úr garðinum þeirra!

Núna er ég byrjuð að vinna í Salaskóla og líst vel á það, verð þar í 80% vinnu og 50% í Strýtuselinu. Það er ágætt að vinna svona í úthverfunum rétt til þess að minna sig á hvað það er gott að búa í miðbænum!

Jóhanna og fjölskylda fóru til Flórída í dag og ég verð alein heima með Rósu í 2 vikur! Á eftir að sakna sambýliskonunnar en líklega bætir hún mér upp einveruna með einhverju fallegu frá BNA!

Yfir og út

Sunday, June 29, 2008

dúbbídú

Núna er ég útskrifuð, orðin "Steinunn Hafsteinsdóttir með BA gráðu í þroskaþjálfun". Það eina sem stendur nú í vegi fyrir framúrskarandi faglegheitum og eilítið hærri launum er starfsleifið sem ætti að vera á leiðinni með póstinum:) Það er nefnilega ekki nóg að klára 90 einingar og fá skjal frá skólanum þar sem stendur að ég hafi lokið náminu, ónei ekki svo gott! Ég þurfti að fara á lögreglustöðina og fá staðfest ljósrit af plagginu (svona svo ég mundi ekki falsa það) og síðan alla leið út á Seltjarnarnes til landlæknis svo hann gæti stimplað það fyrir mig. Það að fá manninn til að lyfta hendinni kostar litlar 5500 krónur, það væri ekki amalegt að vera á slíku kaupi, en mín hendi er náttúrulega ekki jafn merkileg og hans og tími minn klárlega ekki jafn mikilvægur! (..smá biturleiki óvart!)
London var yndisleg, við skemmtum okkur mjög vel stöllurnar:) Það er svo langt síðan að við komum heim að ég man ekkert hvað við gerðum...en ég á nokkuð mikið fleiri föt en áður en ég fór og debetkortið er mun þynnra;)
Þessa helgi hafa Rósa og Jóhanna búið með mér því Halli fór til Parísar á Blizzardráðstefnu (Nördaþing). Sambúðin hefur gengið mjög vel, Rósu virðist líka vel við mig (já Rósa er hundur) og við kúrum allar saman á næturnar.
Sumarið leggst vel í mig, það flýgur reyndar hjá aðeins of hratt! Stefni á eitthvað ferðalag næstu helgi eins og margir aðrir...vona að veðrið verði gott, mjög týpískt samt að akkúrat þá fari að rigna!

Tuesday, June 3, 2008

OÓ!

Ísbjörn á landinu! Þetta hef ég óttast síðan ég var ca 6 ára og sá Nonna og Manna í fyrsta sinn. Þá varð ég svo hrædd að ég skipti um kojupláss við Brynhildi og fékk að sofa uppi svo ísbjörninn gæti ekki náð mér (ef svo líklega vildi til að hann væri á vappi um suðurlandsundirlendið og rataði akkúrat inn í okkar hús og upp í herbergi okkar systra!).
Eins gott að ég er að fara af landi brott í fyrramálið, vona að skepnan nái ekki til Reykjavíkur í dag!


Næst þegar ég fer í Húsdýragarðinn reikna ég með að sjá björninn, það er ábyggilega fínt að skella honum bara í selatjörnina!;)