Saturday, September 27, 2008

Pabbi

Þetta er pabbi minn, virðulegi skólastjórinn og bæjarfulltrúinn enn einn daginn í vinnunni:) Af honum er ég stolt!

Monday, September 8, 2008

Rökrétt fóbía?

Ég vissi að niðurfallafóbían mín væri ekki algjör kjánaskapur! Tékkið á þessu...

Wednesday, September 3, 2008

Devil Sheep

Bwahahaha tékkið á þessu í boði Hjalta Karls sem sýnir mér svona vitleysu;)

Monday, September 1, 2008

Hvað skal éta?

Eftir að vera búin að hanga lasin uppi í rúmi alltof lengi er ég orðin svöng. Þar sem við Jóhanna vinnum báðar þokkalega mikið og fáum að borða í vinnunum eldum við afar sjaldan, veitingastaðir eins og Santa Maria og Eldsmiðjan halda okkur uppi þá daga sem við viljum borða kvöldmat heima;)
Innihald ísskápsins er því heldur fátæklegt, og sérstaklega þessa stundina þar sem ég hef ekki nennt í Bónus síðan Jóa fór út. Valið stendur því á milli fetaosts, ólífa, mismunandi majónessósa, kóks og bjórs. Veit ekki alveg hvað ég get mixað úr því, finnst það lítið spennandi...
Við eigum reyndar líka þónokkuð af prinspólói (sem Hjalti og félagar eru reyndar næstum búnir með) og ég held ég fái mér bara eitt slíkt og fari síðan í Bónus á eftir þrátt fyrir veikindin!