...er gott:)
Það er gott að :
-búa með Jóhönnu og Rósu tík
-þurfa að labba stutt í bæinn
-búa rétt hjá Elínu vinnufélögu
-elda aldrei heima (er reyndar að verða þreytt)
-búa í fínni íbúð
-hafa afnot af bíl
Margt annað er líka gott, man það bara ekki alveg í augnablikinu, enda að reyna að horfa á bíómynd um leið og ég skrifa...
Í sumar höfum við stöllur skemmt okkur mikið á ýmsan máta og það hefur verið misviðburðarríkt. Ég sem ætlaði að fara svo mikið í ferðalög í sumar hef varla farið út fyrir 101 nema rétt til að kíkja í vinnuna, enda er náttúran í Hljómskálagarðinum þvílík að það er óþarfi að fara lengra til að njóta hennar.
101 er samt ekkert hverfi til að gera grín að, hér var kveikt í bíl, bara við húsið fyrir neðan okkur og aumingja nágrannar okkar Ingibjörg og Jón Ásgeir lentu í því að einhver krimmi rændi 9 gaskútum úr garðinum þeirra!
Núna er ég byrjuð að vinna í Salaskóla og líst vel á það, verð þar í 80% vinnu og 50% í Strýtuselinu. Það er ágætt að vinna svona í úthverfunum rétt til þess að minna sig á hvað það er gott að búa í miðbænum!
Jóhanna og fjölskylda fóru til Flórída í dag og ég verð alein heima með Rósu í 2 vikur! Á eftir að sakna sambýliskonunnar en líklega bætir hún mér upp einveruna með einhverju fallegu frá BNA!
Yfir og út
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Já sæl mín kæra... ég sakna þín og Rósu minnar ansi mikið þessa dagana en þið fáið báðar e-ð fallegt... er meira að segja búin að kaupa bleikan kjól á Rósu og nýtt bæli. Þitt er leyndó ;)
gud eg er pinu spennt hvad thu faerd fra sambylingnum.
Hvurnig er i salo. Brjalad ad gera?
Því miður hefur Rósa skipt um smekk í fjarveru þinni, hún er meira út í Goth stíl þessa dagana heldur en bleika kjóla!;)
Salaskóli er k-reisí! Mjög gaman allt saman barasta:)Við Gunna erum búnar að skrá þig í föndurnefnd...
fondurnefnd???????? nu stend eg a gati hvad a eg ad fondra og hvenaer haha
Þú átt að skipuleggja föndudaga og svona allskonar í kringum það. Finna eitthvað sniðugt til að föndra saman og svona:) okkur fannst þetta bara eitthvað svo mikið þú...
Post a Comment