Ísbjörn á landinu! Þetta hef ég óttast síðan ég var ca 6 ára og sá Nonna og Manna í fyrsta sinn. Þá varð ég svo hrædd að ég skipti um kojupláss við Brynhildi og fékk að sofa uppi svo ísbjörninn gæti ekki náð mér (ef svo líklega vildi til að hann væri á vappi um suðurlandsundirlendið og rataði akkúrat inn í okkar hús og upp í herbergi okkar systra!).
Eins gott að ég er að fara af landi brott í fyrramálið, vona að skepnan nái ekki til Reykjavíkur í dag!
Næst þegar ég fer í Húsdýragarðinn reikna ég með að sjá björninn, það er ábyggilega fínt að skella honum bara í selatjörnina!;)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
"Brave, brave, brave Sir Robin .. "
hmm já ég veit ekki hvaðan þessi tilvitnun er...vil giska á monty python..
nú er ísbjörnin dáin og ég er sorgmætt yfir því. Sjáum hann næst enthverstaðar uppstoppaðann í skagfirsku safni greyið stóra. En vá hvað ég man eftir ísbjörninum í Nonna og Manna...eitt af því eftirminnilegasta ef ekki það eina sem ég man af þeim þáttum og þegar Manni álpaðist á hestinum sínum út í á og drukknaði næstum.
Ég er komin með leið á þessum ísbirni... væri gaman að sjá nýtt blogg um eitthvað skemmtilegt, tja jafnvel mig :)
Post a Comment