Sunday, March 23, 2008
Töfrateningurinn
Halli fékk töfratening í afmælisgjöf og tók áskoruninni heilshugar. Við fundum formúlur á netinu til þess að leysa hann og ég fór og keypti mér tening líka svo ekki kæmi til upplausnar í sambúðinni. Við sátum svo góða kvöldstund við sitthvora tölvuna og börðumst við kubbana. Halli var heldur fljótari en ég og hjálpaði mér svo að skilja þetta dæmi, því þó maður hafi formúlurnar er þetta engin kökusneið! Við höfum núna bæði leyst teningana okkar, ég nokkrum sinnum en Halli örugglega hundrað sinnum! Hann er búinn að læra utan að allskonar formúlur sem innihalda "milljón" hreyfingar og getur nú gert þetta allt saman án tæknilegrar hjálpar, nokkuð gott verð ég að segja. Þess má geta að þessi utanbókarlærdómur tók u.þ.b. 48 klukkustundir þar sem fátt annað komst að, ekki einu sinni Team fortress!
Gestir og gangandi hafa líka fengið að njóta góðs af þessari frábæru gjöf, en Gulla og Jóhanna spreyttu sig eitt kvöldið við að leysa dæmið með dyggri hjálp Halla:)
Næsta skref er að sjálfsögðu keppni í lausn töfrateningsins og Halli er nú þegar byrjaður að æfa sig að nálgast heimsmetið sem eru 11sekúndur...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
haha.. þið nöllarnir eigið ykkur engin takmörk:D Mér finnst samt svindl að nota tölvuna..
Komdu og leystu kvikyndið tölvulaust og tölum svo saman.
Mig dreymdi þennan tening eftir að hafa verið hjá ykkur. Ég verð verð verð að klára þetta....finnst ekkert meira pirrandi og að geta ekki klárað einhverja þraut hvort sem ég svindla eða ekki þá þarf ég að klára þetta. Þið megið búast við mér á hverri stundu heim til ykkar í þessum eina tilgangi
Shit þið eruð skrítin ;) í hvernig nærbuxum var Halli þegar hann leysti teninginn fyrst :) hummmm....
Kv Anna
Post a Comment