Thursday, March 6, 2008

Þjófur í Bólstaðarhlíð?

Síðasta helgi var mikið stuð. Við vinkonurnar skemmtum okkur konunglega á árshátíðinni sem og allur Kennaraháskólinn held ég bara! Við rifjuðum það upp á sunnudaginn að Geir Ólafs kom og skemmti mannskapnum í boði bóksölunnar, Gulla henti í hann rusli...
Á laugardeginum var starfsmannadjamm sem byrjaði á Sægreifanum. Heilsa mín var ekki sem best og þess vegna ákvað ég að ég skyldi bara fara snemma heim og taka því rólega. Nú þegar ég mætti svo á staðinn og hitti skemmtilega samstarfsfólk mitt gat ég ekki staðist það að skemmta mér með þeim;) Við fórum á Hjálma á Nasa og ég skemmti mér svo vel að ég man ekki eftir að hafa séð eða heyrt hljómsveit spila, man þó vel eftir að hafa kjaftað, dansað og fíflast:)
Ég var svo vitlaus að taka strætókortið með í bæinn og á mánudaginn þegar ég ætlaði að nota það var það horfið og bókasafnskortið mitt líka. Ég leitaði út um allt og fann svo í gær bókasafnskortið á stéttinni hér fyrir utan. Ég er nokkuð viss um að það ásamt strætókortinu hafi dottið úr þegar ég kom heim í leigubílnum. Nú hef ég hringt út um allt og vonað að skilvís (asnalegt orð...) finnandi mundi skila kortinu á einhvern góðan stað. Svo er ekki:( Ég þarf því að punga út 12.500kr fyrir rauða kortinu, alveg ömurlegt!

Það sem er þó merkilegt er að ég var með budduna mína með kortunum, lyklunum, verkjatöflum og glossi bara á lausu, ekki í neinni tösku og ég týndi henni ekki!! Manni fer fram...

Læt hér fylgja mynd frá árshátíðinni í boði Særúnar. Það var minnir mig enginn með myndavél á laugardeginum, sem betur fer held ég bara.

2 comments:

Anonymous said...

Æi, bömmer með kortin þín, ég hefði átt að passa þau í minni tösku :S

En shit hvað þetta var gaman! Það liggur við að maður dragi uppsögnina sína tilbaka hohoho. Neinei, þið sleppið ekkert svona auðveldlega við mig múhaha.

Hlakka til að sjá þig um helgina!
Risaknús :*

Helga belga

Steinunn said...

Já Helga gaman var það. Þú ert nú ekki bönnuð í partýum framtíðarinnar held ég;)